Náðu í appið
Öllum leyfð

Reykjavík Guesthouse 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. mars 2002

Saga um vináttu þar sem hennar síst er von

78 MÍNÍslenska

Jóhann (Hilmar Snær Guðnason) er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur, sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast... Lesa meira

Jóhann (Hilmar Snær Guðnason) er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur, sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast Finnur (Stefán Eiríksson), níu ára gamall nágranni hans, sem á undir högg að sækja frá jafnöldrum sínum og er búsettur hjá rótlausri ömmu sinni (Kristbjörg Kjeld). Á milli þeirra myndast sérstakt samband, þar sem þessar tvær einmana sálir tengjast vináttuböndum sem fátt virðist fá rofið. En á meðan Jóhann lætur sem umheimurinn sé ekki til, hallar undan fæti í rekstri gistihússins og brátt fer að bresta í stoðum þeirra tilveru sem hann hefur kostið sér.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er einstaklega vel heppnuð fyrir þær sakir að hún glímir við raunverulegt fólk í raunverulegum aðstæðum(eitthvað sem Íslenskar myndir mættu gera oftar). Persónur eru vel skapaðar og sagan er frá þeim sprottin. Lítið fann ég fyrir Dogma stíl myndarinnar þar sem sagan og persónurnar áttu hug minn. Myndin er mjög vel leikinn. Hilmir Snær stendur sig vel, en ungi strákurinn vinnur leiksigur og er ótrúlega góður. Aðrir leikarar standa sig með prýði. Gaman að sjá Íslenska mynd sem fjallar um annað en kynlíf, ofbeldi eða unglinga. Mynd með stórt hjarta, mynd sem segir eitthvað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn