Náðu í appið
74
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Exorcist II: The Heretic 1977

Fannst ekki á veitum á Íslandi

It's four years later...what does she remember?

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Dr. Gene Tuskin vinnur með börnum sem eiga í erfiðleikum, en líklega á ekkert barn í meiri erfiðleikum en Regen MacNeil sem þjáist af martröðum og bældum minningum. Minningarnar sem hún bælir eru frá þeim tíma sem hún var andsetin af djöfli. Uppfinning Dr. Tuskin, tæki sem dáleiðir tvær manneskjur og tengir huga þeirra saman, leiðir í ljós að djöfullinn,... Lesa meira

Dr. Gene Tuskin vinnur með börnum sem eiga í erfiðleikum, en líklega á ekkert barn í meiri erfiðleikum en Regen MacNeil sem þjáist af martröðum og bældum minningum. Minningarnar sem hún bælir eru frá þeim tíma sem hún var andsetin af djöfli. Uppfinning Dr. Tuskin, tæki sem dáleiðir tvær manneskjur og tengir huga þeirra saman, leiðir í ljós að djöfullinn, sem heitir Pazuzu, leynist enn innra með henni. Hann bíður færi á að brjótast fram á nýjan leik og valda usla. Á sama tíma er séra Phlip Lamont skipað af kardínála sínum að rannsaka dauða sér Merrin, prestsins sem dó þegar hann var að reyna að særa djöfulinn út úr Regan. Séra Lamont tekur hikandi við verkefninu. Honum finnst hann ekki þess verðugur að taka það að sér. Hann telur einnig að hið illa sé ákveðið fyrirbæri og þetta fyrirbæri sé að vinna í baráttunni við Guð. Rannsóknir hans leiða til þess að hann fer til Afríku þar sem hann finnur aðra manneskju sem Merrin reyndi að særa djöful út úr og kemst að nokkru merkilegu og hræðilegu varðandi engisprettur.... minna

Aðalleikarar


Exorcist 2 er frekar vandræðaleg mynd. Hún er langdregin og söguþráðurinn er frekar langsóttur. Í fyrstu myndinni er plottið einfalt. Ung stúlka verður andsetin og það er reynt að ná djöfsa út. Í framhaldinu er Linda Blair orðin unglingur og er á einhverri sálfræðistofnun út af áföllunum í fyrstu myndinni. Prestur er fenginn til að rannsaka atburði fyrstu myndarinnar og hann leikur enginn annar er Richard Burton. Hann trúir því að púkinn sé enn í Lindu Blair og ferðast til Afríku til að finna mann sem var upphaflega með djöfsa í sér, leikinn af James Earl Jones. Annars vantar Ellen Burstyn, hún hefur greinilega lesið handritið. Aðferð sem er mikið beitt í þessari mynd er alveg út í hött. Fólk notar eitthvað tæki til að fara í sameiginlega hugleiðslu og sér þá minningar hins aðilas. Algjör science fiction. Þessi mynd má eiga það að hún reynir að fara nýjar slóðir og að mörgu leiti eru hún ágæt. Það eru samt of margir gallar á henni til að geta kallað hana góða mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.07.2016

Leikstjóraútgáfa af Exorcist III á Blu

Leikstjóraútgáfa af „Exorcist III“ (1990) er væntanleg á Blu-ray og fyrir unnendur myndarinnar eru það stórtíðindi. Það er þó skýrt tekið fram að myndefnið sem fór forgörðum á sínum tíma er í misjöfnu...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn