Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 29. apr. til 1. maí 2024

1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
RómantíkDramaÍþróttir
Leikstjórn Luca Guadagnino
Tennisleikarinn Tashi, sem nú hefur snúið sér að þjálfun, er búin að gera eiginmann sinn, Art, að heimsþekktum sigurvegara á mörgum risamótum. Eftir mörg töp í röð ákveður hún, til að koma Art aftur á sigurbraut, að skrá hann á áskorendamót þar sem mótspilarar eru mun viðráðanlegri. Þar mætir hann fyrrum besta vini sínum og fyrrverandi kærasta Tashi.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Mike Mitchell
Po er um það bil að verða andlegur leiðtogi í Friðardanum, en þá þarf einhver að taka við stöðu hans sem Drekastríðsmaður. Po þarf nú að þjálfa nýja kung fu iðkendur í starfið og mæta nýjum þorpara sem kallast Kameljónið en í honum búa allir óþokkar fortíðar.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDrama
Leikstjórn Alex Garland
Nokkrir blaðamenn ferðast saman í bíl til Washingtonborgar í nálægri framtíð þegar borgarastyrjöld geisar í landinu. Þeir vilja ná viðtali við forseta Bandaríkjanna sem er orðinn aðþrengdur í Hvíta húsinu, enda mun uppreisnarherinn ná til höfuðborgarinnar á hverri stundu.
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Christopher Jenkins
Beggi er ofdekraður köttur tekur sem sjálfsögðum hlut þeirri lukku sem hann varð fyrir þegar honum var bjargað af Rósu. Þegar hann missir níunda líf sitt grípa örlögin inní og senda hann í ævintýri lífs síns.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Sam Taylor-Johnson
Hér er sögð saga einnar stórkostlegu dægurlagasöngkonu 21. aldarinnar, Amy Winehouse, allt frá unglingsárum og þar til hún sendir frá sér eina söluhæstu hljómplötu allra tíma. Amy féll frá í blóma lífsins 27 ára gömul.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
HrollvekjaSpennutryllir
Eftir að glæpamenn ræna tólf ára gamalli ballerínu, dóttur valdamikils aðila úr undirheimunum, er það eina sem þeir þurfa að gera til að innheimta 50 milljóna bandaríkjadala lausnargjald að passa vel upp á stúlkuna eitt kvöld. Henni er haldið í afskekktu húsi uppi í sveit en þegar ræningjunum fer að fækka, einum af öðrum, uppgötva þeir sér til mikillar skelfingar að litla stúlkan er allt annað en venjuleg.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýri
Leikstjórn Gil Kenan
Spengler fjölskyldan snýr aftur til upprunans, þar sem þetta byrjaði allt saman, slökkvistöðvarinnar í New York. Þar hitta þau upprunalegu Draugabanana sem hafa þróað háleynilega rannsóknarstofu sem mun færa draugaveiðar upp á næsta stig. En þegar uppgötvun á aldagömlum helgigrip leysir úr læðingi illan anda þurfa gamlir og nýir Draugabanar að taka höndum saman til að vernda heimili sín og bjarga heiminum frá nýrri ísöld.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlaga alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Adam Wingard
Eftir hrikaleg fyrri átök hinna tveggja risa þurfa Godzilla og King Kong að stilla saman strengi til að berjast gegn skelfilegri ógn sem útrýmt gæti bæði þeim og öllum öðrum á Jörðinni.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaGamanTeiknað
Eftir að hafa fengið skilaboð um að honum yrði skipt út í Operation Six, ákveður Loid að hjálpa Anyu að vinna matreiðslukeppnina í Eden Academy með því að útbúa uppáhalds máltíð skólastjórans í þeirri von að honum verði ekki skipt út.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Nikolaj Arcel
Fátækur hermaður, Ludvig Kahlen að nafni, kemur árið 1755 á heiðar Jótlands með eitt markmið: að hlýða skipan konungs og rækta landið og efnast á því sjálfur. En Kahlen eignast fljótt óvin. Það er hinn miskunnarlausi landeigandi Frederik De Schinkel, en hann telur sig eiga heiðarlöndin en ekki konung. Þegar þræll De Schinkel flýr ásamt eiginkonunni Ann Barbara og leitar skjóls hjá Kahlen, þá gerir landeigandinn allt sem hann getur til að koma Kahlen í burtu, og skipuleggur í leiðinni grimmilega hefnd. Kahlen berst á móti og tekur með því mikla áhættu.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Michael Keaton
Leigumorðingi sem greindur hefur verið með andlega hrörnun sem versnar mjög hratt, fær tækifæri til endurlausnar með því að bjarga lífi uppkomins sonar síns sem hann er í litlu sambandi við. En til að ná því þarf hann að etja kappi við lögregluna sem er á hælum hans auk þess sem vitglöpin versna stöðugt.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Hrollvekja
Leikstjórn Arkasha Stevenson
Ung bandarísk kona er send til Rómar til ævinlangrar þjónustu hjá kirkjunni. Þar kynnist hún myrkraöflum sem láta hana efast um trú sína og hún uppgötvar skelfilegt samsæri sem gæti fætt af sér illskuna endurholdgaða.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantíkDramaÍslensk mynd
Nútímasaga um fjórar ungar konur. Þær reyna að fóta sig í flóknum ástarsamböndum, en freistingar á borð við sykurpabba og OnlyFans flækja málin. Í leit sinni að bestu útgáfunum af sjálfum sér standa þær frammi fyrir valinu á milli glansmyndar og sannrar ástar.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÆviágrip
Leikstjórn Martin Zandvliet
Myndin fjallar um Tove Ditlevsen, rithöfund og skáld og stormasamt hjónaband hennar og Victor Andreasen, ritstjóra Ekstrabladet. Þegar hinn ungi og upprennandi rithöfundur Klaus Rifbjerg kemur í hádegismat, þá breytist allt...
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Benjamin Renner
Andafjölskylda reynir að sannfæra ofverndandi föðurinn um að fara í besta sumarfrí allra tíma.
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Dev Patel
Nafnlaus ungur maður fer í hefndarför gegn spilltum glæpamönnum sem myrtu móður hans og víla ekki fyrir sér að níðast á fátæku og saklausu fólki.
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaStríðSöguleg
Leikstjórn Jonathan Glazer
Yfirmaður Auschwitz útrýmingarbúða Nasista, Rudolf Höss, og eiginkona hans Hedwig, leggja sig fram um að byggja upp draumalíf fyrir fjölskylduna í húsi með fallegum garði rétt við hlið búðanna.
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Walt Dohrn
Poppy kemst að því að Branch var einu sinni í strákabandinu BroZone, ásamt bræðrum sínum Floyd, John Dory, Spruce og Clay. En þegar Floyd er rænt þá fara Branch og Poppy af stað til að finna Floyd og sameina bræðurna.
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÆvintýri
Leikstjórn Andrew Haigh
Kvöld eitt er handritshöfundurinn Adam heima hjá sér þar sem hann býr í hálftómri blokk í Lundúnum nútímans og hittir dularfullan nágranna sinn Harry, sem breytir tilveru hans. Adam og Harry verða sífellt nánari og dag einn fer Adam á æskuheimili sitt og kemst að því að löngu dánir foreldrar hans búa þar bæði og líta út eins og þau gerðu daginn sem þau dóu fyrir 30 árum síðan.
Vinsælast í bíó - 29. apr. til 1. maí 2024