Náðu í appið
Útlaginn

Útlaginn (1981)

Outlaw: The Saga of Gisli

1 klst 40 mín1981

Gísla saga Súrssonar er dæmigerð um siðvenjur fornalda, hin hörðu lög hefndarinnar, ættarböndin og hetjulundina sem menn ólu í brjósti sér og var samhljóma þeirri...

Deila:
Útlaginn - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Gísla saga Súrssonar er dæmigerð um siðvenjur fornalda, hin hörðu lög hefndarinnar, ættarböndin og hetjulundina sem menn ólu í brjósti sér og var samhljóma þeirri vitund, að vopnadauðir menn einir gistu hetjuhöll annars lífs. Þessi einkenni koma mjög við sögu í Útlaganum. Foreldrar Gísa, systkini hans, Þorkell og Þórdís, fluttust ásamt honum utan úr Noregi til Íslands seint á landnámstíma. Þau reistu sér bú við Dýrafjörð og komust fljótt í mægðir við Þorstein þorskabít, er Þórdís giftist Þorgrími goða syni hans. Létu bræður hennar eftir Sæból handa henni og manni hennar, en byggðu annan bæ, skammt undan og nefndu Hól. Gísli var giftur Auði systur Vésteins farmanns, en Þorkell bróðir hans var giftur Ásgerði Þorbjörnsdóttur. Kom þar sögu að Þorkatli vitnaðist um ást hennar á Vésteini. Hann flutti þá að Sæbóli ásamt henni, en Þorgrímur goði tók upp þykkjuna fyrir hann. Var Vésteinn veginn á heimili Gísla. Þetta var að vísu launvíg, en Gísli lét ekki sannanskot hindra að hefnd kæmi fyrir Véstein. Gísli var sekur gerr og átti í langri útlegð. Bar margt til tíðinda er þeir leituðu hans Börkur digri, bróðir Þorgríms, og Eyjólfur grái, sem var keyptur til að vinna á Gísla í útlegðinni. Var almælt að Gísli hefði frægari vörn veitt en nokkur annar svo að menn vissu með sannindum. Segir í sögu Gísla að hann hafi verið hinn mesti hreystimaður, þótt eigi væri hann í öllum hlutum gæfumaður.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

IsFilmIS

Verðlaun

🏆

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin.

Gagnrýni notenda (7)

í alvöru

★☆☆☆☆

þið hljótið að vera að grínast í mér. Ég viðurkenni að leikararnir voru lala en ekki hræðilegir en þetta er verr gerðri mynd en plan 9 from outer space ég hata þessa mynd svo mikið ...

Þessi mynd er fin og fræðandi eg sa hana stuttu siðan i skolanum mer fannst hun fyndin ok skemmtileg allir ættu að sja hana ef þeir vilja fræ ðast meyra um islands

Humm.. ég sá Útlagann í skólanum í öðrum bekk og fannst hún fín! Myndin fjallar um Gísla Súrsson og lífið hans. Takið eftir þegar einn maðurinn lemur annan gaur niður fjall. Maðurin...

Áður en ég skrifa meira finnst mér vel við hæfi að segja að þessi mynd er að mörgu leyti mikil tímamóta mynd og fyrsta stóra Íslenska myndin að vísu að undanskilinni Saga Borgarætta...

Mér finnst útlaginn vera góð byrjun á víkingamyndum í íslenskri kvikmyndaflóru. Það er algjör skylda að hafa lesið Gísla sögu áður en maður sér hana. Auðvitað er ýmislegt í myn...

Útlaginn, verð ég satt best að segja, leiðinlegasta mynd sem ég hef augum litið...ömurlegar persónur sem lýta allar eins út...þekkir ekki mann frá konu...og ef ég hefði ekki verið búi...

Útlaginn er einfaldlega besta Íslenska myndin sem ég hef séð. Arnar er frábær í hlutverki Gísla Súrssonar. Ég elska þessa mynd og hef séð hana 5 sinnum.