Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Útlaginn 1981

(Outlaw: The Saga of Gisli )

Frumsýnd: 7. október 1981

100 MÍNÍslenska
Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin.

Gísla saga Súrssonar er dæmigerð um siðvenjur fornalda, hin hörðu lög hefndarinnar, ættarböndin og hetjulundina sem menn ólu í brjósti sér og var samhljóma þeirri vitund, að vopnadauðir menn einir gistu hetjuhöll annars lífs. Þessi einkenni koma mjög við sögu í Útlaganum. Foreldrar Gísa, systkini hans, Þorkell og Þórdís, fluttust ásamt honum utan... Lesa meira

Gísla saga Súrssonar er dæmigerð um siðvenjur fornalda, hin hörðu lög hefndarinnar, ættarböndin og hetjulundina sem menn ólu í brjósti sér og var samhljóma þeirri vitund, að vopnadauðir menn einir gistu hetjuhöll annars lífs. Þessi einkenni koma mjög við sögu í Útlaganum. Foreldrar Gísa, systkini hans, Þorkell og Þórdís, fluttust ásamt honum utan úr Noregi til Íslands seint á landnámstíma. Þau reistu sér bú við Dýrafjörð og komust fljótt í mægðir við Þorstein þorskabít, er Þórdís giftist Þorgrími goða syni hans. Létu bræður hennar eftir Sæból handa henni og manni hennar, en byggðu annan bæ, skammt undan og nefndu Hól. Gísli var giftur Auði systur Vésteins farmanns, en Þorkell bróðir hans var giftur Ásgerði Þorbjörnsdóttur. Kom þar sögu að Þorkatli vitnaðist um ást hennar á Vésteini. Hann flutti þá að Sæbóli ásamt henni, en Þorgrímur goði tók upp þykkjuna fyrir hann. Var Vésteinn veginn á heimili Gísla. Þetta var að vísu launvíg, en Gísli lét ekki sannanskot hindra að hefnd kæmi fyrir Véstein. Gísli var sekur gerr og átti í langri útlegð. Bar margt til tíðinda er þeir leituðu hans Börkur digri, bróðir Þorgríms, og Eyjólfur grái, sem var keyptur til að vinna á Gísla í útlegðinni. Var almælt að Gísli hefði frægari vörn veitt en nokkur annar svo að menn vissu með sannindum. Segir í sögu Gísla að hann hafi verið hinn mesti hreystimaður, þótt eigi væri hann í öllum hlutum gæfumaður.... minna

Aðalleikarar

í alvöru
þið hljótið að vera að grínast í mér. Ég viðurkenni að leikararnir voru lala en ekki hræðilegir en þetta er verr gerðri mynd en plan 9 from outer space ég hata þessa mynd svo mikið og síðast slagurinn var versti slagur en slagurinn í eldgömlu star trek þættunum kirk gegn eðluskrímsli
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er fin og fræðandi eg sa hana stuttu siðan i skolanum mer fannst hun fyndin ok skemmtileg allir ættu að sja hana ef þeir vilja fræ ðast meyra um islands
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Humm.. ég sá Útlagann í skólanum í öðrum bekk og fannst hún fín! Myndin fjallar um Gísla Súrsson og lífið hans. Takið eftir þegar einn maðurinn lemur annan gaur niður fjall. Maðurinn sem lamdi er reyndar Jón Ársæll sjónvarpsmaður! En Útlaginn er frekar fræðslumynd en drama en samt ágæt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áður en ég skrifa meira finnst mér vel við hæfi að segja að þessi mynd er að mörgu leyti mikil tímamóta mynd og fyrsta stóra Íslenska myndin að vísu að undanskilinni Saga Borgarættarinnar.

Einnig var þetta fyrsta stóra mynd Ágústar Guðmundssonar.

Myndin er byggð af söguni Gísla saga Súrssonar sem gerist að mestu leyti á Vestfjörðum.

Tökurnar í myndinni er ótrúlega fallegar og tónlistin er hreint mögnuð.

Mér fannst að vísu myndin ekki fylgja bókini nærri því nógu mikið.

Öll atriðin sem eiga að gerast í Noregi eru ekki tekin með, og mikilvægum tilvitnunum sem eru orðnar þjóðþekktar er sleppt.

Þögnin er vel nýtt, leikararnir stóðu sig kannski ekki fullkomlega en miðað við litla reynslu má segja að þeir hafi leyst hlutverk sitt vel.

Klippinginn er nokkuð góð.

Myndin endist ekki nægilega vel (barn síns tíma) en er þó fínasta mynd ef hún hefði tekið með atriði úr bókinni sem skipta miklu máli.

Myndin fjallar um bræðurna Gísla og Þorkel og Þórdísi systur þeirra og Þorgrím eiginmann hennar. Önnur persóna í myndinni er Vésteinn sem er mikill herramaður og hefur góð sambönd erlendis. Þorgrímur vill ekki gerast fóstbróðir Vésteins og því verður Gísli reiður útí Þorgrím (því að Gísli og Vésteinn eru mágar og fóstbræður). Þorkell heyrir að kona hanns elski Véstein og myndast miklar flækjur í kringum það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst útlaginn vera góð byrjun á víkingamyndum í íslenskri kvikmyndaflóru. Það er algjör skylda að hafa lesið Gísla sögu áður en maður sér hana. Auðvitað er ýmislegt í myndinni sem mætti vera betur gert. T.d þetta gerist á víkingaöld og þá var bara ekkert hlaupið í sápu og sjampó. Fólk var skítugt og það var bara eðlilegt. Í Útlaganum voru allir leikarar nýbaðaðir með rafmagnað hár. Ég held að þetta hafi bara verið svona byrjenda mistök í gerð víkingatímabils mynda. Allir sem hafa gaman af Gísla sögu og Njálu og í rauninni bara á öllum gömlu fornsögunum og kviðunum ættu að sjá þessa. Hún hjálpar manni að skilja. Uppáhaldið mitt í þessari mynd er Auður Vésteinsdóttir kona Gísla. Leikkonan túlkar hana nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér hana þegar ég las bókina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.07.2020

Skrifaði þríleik um hrunið: „Ég yrði glaður ef það tækist að gera eina“

Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður kveðst vera að draga saman seglin í kvikmyndagerðinni en vill ólmur gera kvikmyndir um hrunið. Segist hann vera með „trílógíu“ á teikniborðinu en þetta kemur fram í viðta...

05.01.2015

Fyrstu myndirnar úr 'Jane Got a Gun'

Fyrstu myndirnar úr kvikmyndinni Jane Got a Gun voru birtar fyrir stuttu, en beðið er eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu. Myndinni er leikstýrt af Gavin O'Connor, sem hefur áður gert myndir á borð við Warrior og Pride...

27.05.2014

Í stanslausri lífshættu í villta vestrinu

Gamanmyndin A Million Ways to Die in the West, með Liam Neeson, Charlize Theron, Seth McFarlane og Amanda Seyfried í aðalhlutverkum verður frumsýnd á Íslandi, föstudaginn 30. maí. McFarlane leikstýrir einnig myndinni, en hann ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn