Dark Shadows (2012)12 ára
Frumsýnd: 11. maí 2012
Tegund: Gamanmynd, Drama, Hrollvekja, Ævintýramynd, Ráðgáta
Leikstjórn: Tim Burton
Skoða mynd á imdb 6.3/10 166,047 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
The legend bites back
Söguþráður
Árið er 1752. Joshua og Naomi Collins, ásamt ungum syni þeirra Barnabas, sigla af stað frá Liverpool í Englandi til að hefja nýtt líf í Bandaríkunum. En það er ekki nóg að haf skilji á milli fyrir þau, til að sleppa undan dulafullum álögum sem hafa legið eins og mara á fjölskyldu þeirra. Tveir áratugir líða og Barnabas á lífið framundan, en þau búa í Collinsport, Maine. Barnabas er aðalkarlinn í bænum, hann er ríkur og valdamikill og mikill glaumgosi... eða allt þar til hann gerir þau mistök að hryggbrjóta Angelique Bouchard. Hún er norn og dæmir hann til örlaga sem eru verri en dauðinn sjálfur; hún breytir honum í vampíru og grefur hann síðan lifandi. Tveimur öldum síðar er Barnabas frelsaður úr gröf sinni og þarf nú að takast á við lífið árið 1972. Hann snýr aftur til Collinwood Manor og sér að glæsihýsi hans er rústir einar. Afkomendur Collins fjölskyldunnar eru lítið betur á sig komnir ...
Tengdar fréttir
18.10.2014
Plakat úr Big Eyes eftir Tim Burton
Plakat úr Big Eyes eftir Tim Burton
Fyrsta plakatið úr nýjustu kvikmynd Tim Burton, Big Eyes, er komið á netið. Þar má sjá stjörnur myndarinnar, Amy Adams og Christoph Waltz fyrir framan málverk af sorgmæddri stúlku. Adams leikur bandarísku listakonuna Margaret Keane en þáverandi eiginmaður hennar (Waltz) hélt því fram að hann hefði málað myndirnar hennar. Mikið skilnaðarstríð upphófst í framhaldi...
29.01.2013
Eva Green bætist við Sin City 2
Eva Green bætist við Sin City 2
Eva Green hefur bæst við leikarahópinn í framhaldsmyndinni Sin City: A Dame to Kill For. Green, sem sló í gegn í Bond-myndinni Casino Royale, mun leika hina hættulegu "femme fatale" Ava Lord. Að sögn höfundarins og leikstjórans Frank Miller er Lord: "Draumur hvers einasta manns en á sama tíma hans versta martröð". Green vakti síðast athygli í mynd Tim Burton, Dark Shadows. "Okkur...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir