Náðu í appið
16
Bönnuð innan 12 ára

Mission: Impossible - Ghost Protocol 2011

(Mission Impossible 4)

Justwatch

Frumsýnd: 16. desember 2011

No Plan. No Backup. No Choice.

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Árásir hryðjuverkahópa halda áfram víða um heim og í einni slíkri hrinu, sem veldur gríðarlegu tjóni og banar fjölda manns, vakna grunsemdir um að IMF, leyniþjónustan sem Ethan starfar fyrir, sé viðriðin málið. Svo fer að stjórnvöld ákveða að loka á alla starfsemi IMF á meðan málið er til lykta leitt. Ethan Hunt veit hins vegar að grunsemdir um þátttöku... Lesa meira

Árásir hryðjuverkahópa halda áfram víða um heim og í einni slíkri hrinu, sem veldur gríðarlegu tjóni og banar fjölda manns, vakna grunsemdir um að IMF, leyniþjónustan sem Ethan starfar fyrir, sé viðriðin málið. Svo fer að stjórnvöld ákveða að loka á alla starfsemi IMF á meðan málið er til lykta leitt. Ethan Hunt veit hins vegar að grunsemdir um þátttöku IMF í hryðjuverkum eiga við engin rök að styðjast heldur hljóta hér að vera á ferðinni valdamiklir aðilar sem vilja ryðja honum og hans fólki úr vegi á meðan þeir ljúka við verkefni sitt, hvað sem það nú annars er. Með aðeins þrjá starfsfélaga sér við hlið, eftir að yfirmaður hans er myrtur, ákveður Ethan að leggja til atlögu við ofureflið, vitandi það að annað hvort tekst honum að fletta ofan af samsærinu eða bæði hann og félagar hans munu deyja ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Fjörugt brjálæði með skammt af fáranleika
Það er virkilega gott að sjá Tom Cruise aftur í hasargírnum. Hann hefur ekki verið áberandi seinustu ár í bíó og þrátt fyrir drulluskemmtilega frammistöðu í Knight and Day náði sú mynd ekki áhuganum mínum yfir heildina séð. Þessi mynd lærði kannski af þeirri mynd og núna er Tom Cruise ekki solo heldur er teymi á bakvið. Þetta er kannski í öllum Mission: Impossible myndunum en hérna er virkilega lögð áhersla á TEYMI.

Simon Pegg, Jeremy Renner og Paula Patton standa líka mjög vel fyrir sínu á ólíkum sviðum. Simon Pegg er væntanlega með húmorinn á hreinu þótt hann eigi alveg sín njósnamóment. Jeremy Renner (sem er verðugur arftaki seríunnar að mínu mati) er „leyndardómsfyllti“ fulltrúinn og Paula Patton er þarna því það þarf alltaf konu. En rullan er ekki hin sama gamla heldur er Paula Patton nokkuð skemmtileg og hörð sem er alltaf skemmtilegt að sjá. Hún er engin Hit-Girl en hey, samt nokkuð góð.

Ég er ekki enn viss hvort þetta sé besta Mission: Impossible því ég er svo hrifinn af þriðju (og fyrsta stendur auðvitað líka fyrir sínu) en þetta er klárlega besti hasarinn. Frá brútal one-on-one combats yfir í svimandi klifur er þessi mynd alveg með á hreinu hvað er skemmtilegt og hvað ekki. Lokaatriðið er líka skemmtilega hraðskreitt en ekkert kemst með tærnar þar sem Burj Khalifa-klifrið hefur hælana. Þetta atriði er kryddað upp með ýmsum leiðum og ég hef ekki verið svona spenntur og hræddur yfir hasarmynd í mjög langan tíma.

Myndin er svo hrikalega skemmtileg að mig langar hreinlega að sleppa að hugsa um gallana en þeir voru nokkrir. Stærsti var klárlega illmennið. Hann var reyndar engin skræfa en Nyquist var mjög vannýttur og hafði hrikalega lítið að gera þarna fyrir utan að segja fáein orð í óvenjulega breskri rödd. Illmennið í Ghost Protocol er eiginlega eina ástæðan að ég get ekki ákveðið milli 3 og 4 því Seymour Hoffman var svo suddalega kaldrifjaður og bara vondur en Nyquist er bara... Ég veit ekki beint hvað skal segja því hann er svo óútreiknanlegur og svo voru engin samskipti milli Cruise og hans. Eitthvað sem gerði þriðju myndina svo miklu miklu betri.

Aftur að því góða! Mér fannst subplottið varðandi Jeremy Renner nokkuð skemmtilegt og hvernig það flækist í atburðarrásina var kannski frekar þvingað með exposition samtölum en líka nokkuð snjallt. Handritið sjálft er mjög fínt og allar aðgerðirnar eru skemmtilegar að horfa á en heildarsagan er ekki svo snjöll. Þótt aðrir kvarti finnst mér það bara hlutur af skemmtuninni að hafa kjánalega bakgrunna illmenna. Þetta er hvort eð byggt á gömlum sjónvarpsþáttum sem voru ekki ókjánalegir. Þetta er ekki Christopher Nolan-mynd né saga og það er bara gaman að taka við öllu því kjánalega og fáranlega sem myndin snýst um. Gott dæmi eru síðustu 10 sekúndur myndarinnar. Ekta Mission: Impossible fílingur.

Tónlistin fær líka gott hrós og notkunin á þögn í myndinni. Ég gæti alveg ímyndað mér að vilja sjá aðra mynd í þessari seríu en ef hún yrði eitthvað í líkingu við nr. 2 verð ég mjög pirraður. Læt myndina sleppa við áttu þrátt fyrir illmenni sem manni er algjörlega sama um því allt hitt er svo vel gert. Þessi mynd er klárlega skemmtilegasta poppkornsmynd ársins með Fast Five og Dark of the Moon rétt eftir á.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.05.2015

Tomorrowland frumsýnd á miðvikudaginn

Frá leikstjóra The Incredibles og Mission: Impossible - Ghost Protocol kemur nýjasta stórmynd Disney, Tomorrowland: A World Beyond. George Clooney, Britt Roberts og Hugh Laurie fara með aðalhlutverkin. Myndin er í senn tæknibr...

10.03.2015

Framtíðin í hættu

Ný stikla úr ævintýramyndinni Tomorrowland var frumsýnd fyrir skömmu. Í myndinni fara George Clooney, Hugh Laurie og Britt Robertson með aðalhlutverkin. Það er Brad Bird sem leikstýrir og Disney sem framleiðir. Bird...

08.02.2014

Tom Cruise kærður

Handritshöfundurinn Timothy Patrick McLanahan hefur kært Tom Cruise og framleiðslufyrirtækið Paramount fyrir að nota handritið sitt í leyfisleysi fyrir kvikmyndina Mission: Impossible - Ghost Protocol. Handritið var gert árið 1998 og...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn