Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Duplicity 2009

Justwatch

Frumsýnd: 20. mars 2009

Tveir njósnarar með sama verkefni - og þau falla fyrir hvort öðru

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Duplicity er njósnatryllir með Clive Owen og Juliu Roberts í aðalhlutverkum og er leikstýrt af Tony Gilroy, leikstjóra Michael Clayton. Myndin segir frá CiA-fulltrúanum Claire Stenwick (Roberts) og breska Mi6-fulltrúanum Ray Koval (Owen). Þau hafa bæði yfirgefið heim hinnar opinberu leyniþjónustu til að græða meira á harðvítugu „köldu“ stríði á milli... Lesa meira

Duplicity er njósnatryllir með Clive Owen og Juliu Roberts í aðalhlutverkum og er leikstýrt af Tony Gilroy, leikstjóra Michael Clayton. Myndin segir frá CiA-fulltrúanum Claire Stenwick (Roberts) og breska Mi6-fulltrúanum Ray Koval (Owen). Þau hafa bæði yfirgefið heim hinnar opinberu leyniþjónustu til að græða meira á harðvítugu „köldu“ stríði á milli tveggja alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þau vinna fyrir sinn hvorn aðilann og fá bæði það verkefni að komast yfir formúlu fyrir vöru sem færir því fyrirtæki sem tryggir sér hana fyrst fúlgur fjár. Eftir því sem leikurinn harðnar þeirra á milli komast þau um leið að dekkri leyndarmálum fyrirtækjanna auk þess sem þau fara að láta persónulegar tilfinningar sín á milli trufla sig við stórhættuleg störf sín ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Meira sniðug en skemmtileg
Duplicity er nokkurs konar stílísk rómantísk gamanmynd í bland við glæpamynd og njósnaþriller. Myndin er rosalega sniðug, og það sést gjarnan á henni hvað hún reynir mikið að vera þannig. Handritið er nánast drukknandi í sjálfsöryggi og allt við framleiðsluna hreinlega öskrar hversu góð hún er með sig. Ég ætla ekki að neita því að myndin leyni á sér nokkrar þrælfínar fléttur og uppákomur sem eru afar óvæntar, en það er líka vegna þess að hún er allan tímann að reyna að rugla mann í ríminu *til þess* að þú hafir ekki hugmynd um framhaldið.

Tony Gilroy mun ávallt hljóta mína virðingu fyrir að hafa átt þátt í hinum ávallt skemmtilega Bourne-þríleik ásamt því að hafa skrifað og leikstýrt Michael Clayton, sem klárlega er einhver gáfaðasti dramaþriller sem ég hef séð í nokkur ár. Gilroy sér aftur bæði um handritið og leikstjórnina hérna, og annað starfið gerir hann margfalt betur heldur en hitt. Vandamálið með handritið er að það tekur frekar einfaldan söguþráð og reynir að flækja hann meira eða minna að óþörfu, eða a.m.k. bara til að krydda upp á frásögnina. Myndin er nefnilega sáraeinföld þegar maður pælir í henni, en sífelldu á flashback-senurnar og þessi endalausa ringulreið varðandi traust aðalpersónanna tveggja bætir óþarfa þyngd ofan á eitthvað sem hefði getað orðið hröð og straightforward mynd. Leikstjórnin er annars mjög traust, og myndin hefði léttilega getað reddað sér sem leikaramynd í stað þess að byggjast á plotti sem fer endalaust í hringi.

Gilroy bragðbætir þennan blandaða kokteil með skemmtilegum stíl, sem samanstendur af flottri myndatöku, stórfínni klippingu og virkilega líflegri tónlist að hætti James Newton Howard. Leikararnir eru síðan til fyrirmyndar og standa hvað mest upp úr heildinni. Clive Owen og Julia Robert hafa sjaldan litið betur út og mynda afar huggulega kemistríu. Þau hafa engu gleymt síðan þau léku skapstóru hjónin í hinni þrælgóðu Closer, og senurnar á milli þeirra í þessari mynd eru oftast þær bestu. Ég hef venjulega aldrei verið Juliu Roberts-maður, en hún virkaði á mig í þessari mynd. Einnig finnst mér eins og útlit hennar fari talsvert batnandi með aldri. Hún er nefnilega ansi heit. Owen - aftur á móti - klikkar aldrei sem töffari, þótt hann þurfi stundum að huga að handritavali sínu (sérstaklega eftir The International, sem var frekar aum). Paul Giamatti stendur sig líka alltaf vel sem skíthællinn, og Tom Wilkinson er aldrei slakur sjálfur þótt maður sakni hans mikið út alla myndina. Hlutverkið hans krefst svo takmarkaðan skjátíma að það virkar meira eins og gestarulla.

Duplicity heldur manni alveg við efnið út þessa tvo klukkutíma en það vantar meiri takt í flæðið, og eins og ég tók fram, þá er hún meira sniðug heldur en skemmtileg og kemur það til dæmis í veg fyrir að maður vilji sjá hana aftur. Ég fílaði leikaranna í tætlur, m.a.s. svo mikið að mér var í rauninni skítsama um söguþráðinn, sem hvort eð er skorti alla spennu.

6/10 - Rétt skríður upp úr meðalmennskunni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.06.2010

Bourne Nr. 4 - nýjar útlínur

Aðdáendur njósnarans Jason Bourne, sem er nær ódrepandi nagli, geta farið að láta sig hlakka til því Universal vinnur hörðum höndum að fjórðu myndinni í seríunni, Bourne Legacy, en það er Óskarsverðlaunahafinn Ma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn