Náðu í appið
Groundhog Day

Groundhog Day (1993)

"He's having the worst day of his life... over, and over..."

1 klst 41 mín1993

Veðurfréttamaður neyðist til að fara til smábæjar í Bandaríkjunum til að fjalla um veðurfrétta"rottu" eins og hann kallar múrmeldýrið Punxsutawney Phil í bænum Punxsutawney.

Rotten Tomatoes94%
Metacritic72
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Veðurfréttamaður neyðist til að fara til smábæjar í Bandaríkjunum til að fjalla um veðurfrétta"rottu" eins og hann kallar múrmeldýrið Punxsutawney Phil í bænum Punxsutawney. Þetta er fjórða árið í röð sem hann fer á hátíðina, Groundhog day, sem haldin er í bænum ár hvert þar sem múrmeldýrið spáir fyrir um hve mikið er eftir af vetrinum. Fréttamaðurinn leynir því ekki hvað honum leiðist þetta verkefni. Þegar hann vaknar daginn eftir uppgötvar hann að það er Groundhog Day aftur og aftur og aftur. Til að byrja með notfærir hann sér þessa endurtekningu sér til hagsbóta, en síðan þyrmir yfir hann þegar hann áttar sig á því að hann er fastur þarna til eilíðar að því er virðist, dæmdur til að sjá sama fólkið aftur og aftur, og gera það sama aftur og aftur og aftur á sama leiðinlega deginum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Columbia PicturesUS

Frægir textar

"Phil: What if there is no tomorrow? There wasn't one today. "

Gagnrýni notenda (14)

★★★★★

Groundhog day fjallar um veðurfræðinginn Phil Connors sem þarf að ferðast til smábæjar í Bandaríkjunum til að taka upp þegar múrmeldýrið Phil segir til um hve langt sé eftir af vetri. ...

★★★★★

Ég bjóst engu við þessari mynd þegar ég fór að sjá hana. Ég vissi ekkert hvað hún er um. En myndin kom mér frekar á óvart. Hún var góð. Bill Murray örugglega upp á sitt besta hér ...

Fyndin mynd sem er kannski aðeins of væmin fyrir minn smekk. Bill Murray(Lost in Translation) leikur leiðinlegan og sjálfselskan fréttamann sem þarf að gera frétt um dag sem hann hatar að naf...

Bill Murray er alltaf fyndinn í þessari mynd. Hann leikur sjálfselskan og leiðinlegan fréttamann sem hatar einn sérstakan dag.(Groundhog day)og hann getur ekki dáið. Þegar hann deyr vaknar ha...

★★★★★

Bill Murray fer á kostum í þessari mynd...hér leikur hann fúllyndan veðurfræðing sem er greinilega ekkert ánægður með líf sitt. Örlögin taka í taumana og láta hann upplifa sama dag af...

Groundhog Day fjallar um veðurfræðinginn Phil Connors. Hann er með fínum orðum sagt egoisti og algjör leiðindaskarfur. Einn dag þarf hann að fara í vinnuleiðangur til smábæs. Þar er hal...

★★☆☆☆

Groundhog day er ömurleg útfærsla á annars frábærri hugmynd. Eins og hún byrjar nú vel er hún orðin ófrumleg og þreytandi áður en það kemur að seinni hlutanum. Það er hægt að hafa...

★★★★★

Ég var heima hjá ömmu og afa og var að skoða allskonar gamlar myndir sem þau áttu. Satt að segja þekkti ég ekkert af þeim mmyndum svo ég bað þau gömlu um að segja hvaða myndir voru fy...

Snilldarverk um veðurfréttamann, sem Bill Murray leikur snilldarlega, sem þarf að lifa sama daginn aftur og aftur og aftur. Ein af bestu myndum kappans hingað til með Ghostbusters.

★★★★☆

Snilldar mynd um mann sem er svo óheppinn að hann þarf að lifa sama leiðinlega daginn aftur og aftur. Guð hvað maður finnur til með manninum. Fyndið þótt hann drepi sig viljandi vaknar han...

★★★★★

Bill Murray er einn af mínum uppáhalds leikurum, og í þessari mynd er alveg geðveikt góður er hann leikur veðurfréttamann sem lendir í því að upplifa sama daginn aftur og aftur!