Súkkulaðið sigraði

Fjölskyldu- og söngvamyndin Wonka, um súkkulaðigerðarmanninn unga Willy Wonka, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en nálægt þrjú þúsund manns mættu í bíó og tekjurnar voru tæpar fimm milljónir króna.

Toppmynd síðustu tveggja vikna, Napóleon, fór niður í annað sætið með um 1,2 milljónir króna í tekjur en áfram í þriðja sæti er forsaga Hungurleikanna, The Hunger Games the Ballad of Songbirds & Snakes.

Tekjuhæsta kvikmyndin í bíó samtals er Trolls Band Together með rúmar 26 milljónir króna eftir sjö vikur í sýningum.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: