12 bestu hákarlamyndir sögunnar

Allt síðan Jaws skráði sig á spjöld sögunnar sem fyrsti sumarstórsmellurinn í bíó árið 1975 hafa hákarlamyndir átt sérstakan stað í huga bíógesta og ástæðan er einföld: Hvort sem sögð er saga af trylltum manndrápshákörlum eða verið er að segja sannar sögur af skepnunum, þá eru myndirnar æsispennandi og fara langt með að hræða líftóruna úr fólki.

Nú er enn ein hákarlamyndin komin í bíó Meg 2: The Trench. Hún er framhald The Meg sem sló í gegn árið 2018, Warner Bros. framleiðslufyrirtækinu til mikillar gleði.

Meg 2: The Trench (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5
Rotten tomatoes einkunn 27%

Neðansjávarrannsóknarteymið fer ofaní myrkustu hyldýpi sjávar og berst þar við skelfilegar forsögulegar sjávarskepnur. Allt breytist þegar námuverkefni setur ferðina í uppnám. Nú þurfa þau á öllu sínu að halda til að lifa af....

The Meg var gerð eftir samnefndri bók Steve Alten, The Meg: A Novel of Deep Terror (1997), og tekst ofurtöffarinn Jason Statham þar á við neðansjávarskrímsli sem menn höfðu fyrirfram haldið að væri útdauður risahákarl.

Tekjur myndarinnar í bíó á alþjóðavísu námu 530 milljónum bandaríkjadala.

Einum faraldri síðar

Núna, fimm árum og einum faraldri síðar, er Statham mættur til leiks á ný í framhaldinu Meg 2: The Trench og vonast framleiðendur til þess að endurtaka leikinn og myndin slái í gegn með sama hætti, en The Meg fór á toppinn á frumsýningarhelgi sinni með 45,4 milljónir dala í tekjur snemma í ágúst 2018.

Leikstjóri er Ben Wheatley en hann hefur áður gert myndir eins og Free Fire og Kill List.

Dean Georgaris (The Meg) og Jon Hoeber & Erich Hoeber (Transformers: Rise of the Beasts) skrifa handritið.

Helstu leikarar auk Statham eru Sophia Cai og Page Kennedy, ásamt Wu Jing (Wolf Warrior), Sergio Peris-Mencheta (Rambo: Last Blood), Skyler Samuels (The Gifted) og Cliff Curtis (Avatar).

Sjáðu samantekt Fandango kvikmyndavefsíðunnar yfir 12 bestu hákarlamyndir allra tíma byggt á einkunnagjöf Rotten Tomatoes:

12. Jaws 2 (1978)

Jaws 2 (1978)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.8
Rotten tomatoes einkunn 62%
The Movie db einkunn8/10

Litla sumarleyfiseyjan Amity reynir nú að lokka ferðamenn aftur á staðinn, eftir að hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni eftir skelfilegar hákarlaárásir fjórum árum fyrr. Bæjarstjórinn Larry Vaughn er afar ánægður að fá á staðinn verktakann Len Peterson sem ætlar að ...

11. The Reef: Stalked (2022)

The Reef: Stalked (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn4.1
Rotten tomatoes einkunn 68%

Eftir að hafa orðið vitni að morði systur sinnar fara Nic, systir hennar Annie og tveir nánir vinir í frí á Kyrrahafseyju til að sigla á kajak og kafa í sjónum. Stuttu eftir komuna á eyna ræðst stór hvítur hákarl á konurnar. Þær þurfa nú að horfast í augu við óttann og ...

10. Open Water (2003)

Open Water (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.8
Rotten tomatoes einkunn 71%

Par í fríi í karabíska hafinu ákveður að fara í köfun. En var það röng ákvörðun? Þegar talið er vitlaust í bátnum, þá verða þau Susan og Daniel ein eftir úti á miðju hafi, og báturinn er löngu farinn. Nú er eina von þeirra að báturinn snúi aftur til að bjarga þeim,...

9. Sharknado (2013)

Sharknado (2013)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn3.3
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn4/10

Myndin fjallar um kraftmikinn hvirfilbyl sem sýgur hákarla úr sjónum og lætur þeim svo rigna á stórborg. Furðulegt veðurfyrirbæri sem orsakast af hnattrænni hlýnun, verður til og úr verður geigvænlegur skýstrókur sem sýgur upp reiða hákarla, sem fljúga um og ráðast á ...

8. Sharks (2004)

7. The Reef (2010)

6. Sharkwater Extinction (2018)

5. The Shallows (2016)

The Shallows (2016)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 79%
The Movie db einkunn6/10

Nancy Adams er í sorgarferli eftir dauða móður sinnar. Til að takast á við sorgina einsetti Nancy sér m.a að komast á nafnlausa, afskekkta strönd sem hafði verið í miklu uppáhaldi móður hennar þegar hún var á sama aldri og Nancy er núna. Myndin hefst á því að Nancy finnur ...

4. Sharkwater (2006)

3. Kon-Tiki (2012)

Kon-Tiki (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um norska náttúruvísindamanninn og landkönnuðinn Thor Heyerdahl. Hann ásetti sér að sanna að menn hefðu siglt frá Perú til Pólynesíu og numið þar land fyrir 1500 árum. Í myndinni er sagt frá undirbúningi Heyerdahls, ekki síst leit hans að mönnum sem voru nógu ...

Kon-Tiki var tilnefnd til Golden Globe- og Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins.

2. Playing With Sharks (2021)

1. Jaws (1975)

Jaws (1975)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Það er heitt sumar á Amity eyju, litlu samfélagi sem hefur viðurværi sitt að mestu af ferðamönnum og heimsóknum á strendurnar á eyjunni. Þegar nýr lögreglustjóri, Martin Brody, uppgötvar leifar af fórnarlambi hákarlaárásar, þá bregst hann strax við með því að loka ...

Vann 3 Óskarsverðlaun, fyrir hljóð, tónlist og klippingu. Var einnig tilnefnd sem besta mynd.