Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Paul Blart: Mall Cop 2 2015

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2015

Vegas has a new high roller

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 6% Critics
The Movies database einkunn 13
/100

Eftir sex ára fórnfúst starf í verslunarmiðstöðinni ákveður öryggisvörðurinn Paul Blart að fara í frí til Las Vegas ásamt dóttur sinni og slaka dálítið á. En þegar bíræfnir þjófar og glæpamenn fara á stjá kallar skyldan. Dóttir Pauls Blart, Maya, er að fara að hleypa heimdraganum og í tilefni af því ákveður Paul að taka sér loksins frí frá... Lesa meira

Eftir sex ára fórnfúst starf í verslunarmiðstöðinni ákveður öryggisvörðurinn Paul Blart að fara í frí til Las Vegas ásamt dóttur sinni og slaka dálítið á. En þegar bíræfnir þjófar og glæpamenn fara á stjá kallar skyldan. Dóttir Pauls Blart, Maya, er að fara að hleypa heimdraganum og í tilefni af því ákveður Paul að taka sér loksins frí frá störfum og skreppa með henni til Las Vegas. Þar er hann fljótlega búinn að verða sér til algjörrar skammar eins og búast mátti við, enda er maðurinn alveg sérlega laginn við að gera allt rangt með tilheyrandi eignaspjöllum og vandræðum fyrir alla sem hann umgangast. En Paul fer fljótlega að leiðast í Las Vegas, enda óvanur að vera í fríi. Til allrar hamingju eru í nágrenninu nokkrir glæpamenn sem hyggjast ræna spilavíti. Þegar þeir láta til skarar skríða er Paul auðvitað fljótur að renna á lyktina og blanda sér í slaginn, glæpamönnunum til mikilla leiðinda ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.01.2016

Versta kvikmyndin valin í febrúar

Fimm rándýrar Hollywood myndir keppa um titilinn Versta mynd ársins 2015 á 36. árlegu Razzie verðlaunahátíðinni í febrúar nk.,  en tilnefningar til verðlaunanna voru birtar í dag. Á meðal mynda sem tilnefndar eru sem versta mynd eru Fifty Shades of ...

27.12.2015

50 vinsælustu myndir ársins

Everest er vinsælasta mynd árins samkvæmt topplista sem birtist í nýjasta hefti Mynda mánaðarins, en listinn er byggður á bíóaðsókn frá 1. janúar 2015  - 14. desember 2015. Vinsældir Everest þurfa ekki að koma nein...

05.05.2015

Avengers enn á toppnum

Ofurhetjumyndin Avengers: Age of Ultron trónir enn á toppi vinsældarlista yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum á Íslandi. Alls sáu tæplega 6.500 landsmenn myndina yfir helgina og hafa rúmlega 28.000 manns séð m...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn