Náðu í appið
Öllum leyfð

Chasing Ice 2012

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. mars 2013

76 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Vorið 2005 hélt James Balog, ljósmyndari National Geographic, á Norðurheimskautið. Verkefni hans var síður en svo auðvelt; að festa á filmu ímyndir af loftlagsbreytinum jarðarinnar. Þrátt fyrir vísindalegt uppeldi hafði Balog ávallt haft efasemdir um gildi rannsókna um hlýnun jarðar. En þessi fyrsta ferð hans norður opnaði augu hans fyrir stærstu vá mannskynssögunnar... Lesa meira

Vorið 2005 hélt James Balog, ljósmyndari National Geographic, á Norðurheimskautið. Verkefni hans var síður en svo auðvelt; að festa á filmu ímyndir af loftlagsbreytinum jarðarinnar. Þrátt fyrir vísindalegt uppeldi hafði Balog ávallt haft efasemdir um gildi rannsókna um hlýnun jarðar. En þessi fyrsta ferð hans norður opnaði augu hans fyrir stærstu vá mannskynssögunnar og kveikti innra með honum neista sem átti eftir að ógna bæði starfsframa hans og eigin velferð. Chasing Ice er saga af tilraun eins manns til að safna nægilega miklum óumdeilanlegum sönnunum, til að snúa við hinni miklu ógn sem vofir yfir plánetu okkar. Nokkrum mánuðum eftir að Balog hélt fyrst til Íslands var hann búinn að skipuleggja djarfasta leiðangur lífs síns: The Extreme Ice Survey. Í slagtogi við hóp ungra ævintýramanna byrjaði Balog að koma fyrir tímastilltum myndavélum á Norðurheimskautssvæðinu, til að safna margra ára sönnunargögnum um breytingar á jöklum jarðarinnar. Á meðan umræðan um loftlagsbreytingar skiptir Bandaríkjunum í fylkingar og náttúruhamfarir skekja heiminn er Balog að þrotum kominn og á meðan hann glímir við áður óreynda tækni í gríðarlega erfiðum aðstæðum, horfist hann í augu við eigin dauða. Það líða mörg ár áður en Balog sér ávöxt vinnu sinnar. Hin ógnvænlega fallegu myndbönd hans breyta árum í sekúndur og sýna ævaforn ísfjöll minnka og hverfa á undraskömmum tíma. Chasing Ice sýnir okkur ljósmyndara sem reynir að safna sönnunargögnum, og um leið von, fyrir kolefnisdrifna plánetu okkar.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.05.2013

Scarlett Johansson gerist leikstjóri

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson er ekki einhöm. Ekki einasta leikur hún í myndum ólíkra leikstjóra allt frá Woody Allen til Joss Whedon, og hefur síðustu árin verið álitin kyntákn í Hollywood, heldur hefur hú...

27.02.2013

Scarlett er byrjuð í hljómsveit

Einhverjir tóku væntanlega eftir því þegar Óskarsverðlaunin voru afhent aðfararnótt mánudagsins síðasta að leikkonan Scarlett Johansson söng eitt laganna sem tilnefnt var sem besta lag í kvikmynd. Lagið heitir Before M...

25.02.2013

Óskarsverðlaunin afhent í Hollywood

Ben Affleck tók klökkur við styttunni frægu þegar Argo var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Argo fékk einnig verðlaun í flokki fyrir handrit byggt á aðlöguðu efni og fyri...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn