Náðu í appið
ParaNorman

ParaNorman (2012)

"Framliðnir eru líka fólk"

1 klst 33 mín2012

Norman Babcock er vel gefinn og greindur 11 ára strákur og það eina sem er óvenjulegt við hann er að flestir kunningjar hans eru dauðir.

Rotten Tomatoes89%
Metacritic72
Deila:
7 áraBönnuð innan 7 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Norman Babcock er vel gefinn og greindur 11 ára strákur og það eina sem er óvenjulegt við hann er að flestir kunningjar hans eru dauðir. ParaNorman gerist í litla bænum Blythe Hollow sem var vettvangur mikilla og frægra nornaveiða fyrir um 300 árum. Þessi staðreynd lifir með bæjarbúum sem margir hverjir gera út á sögu bæjarins. Fyrir Norman Babcock er þetta hins vegar meira en saga því hann er þeirri gáfu gæddur að geta talað við og séð hina framliðnu íbúa bæjarins sem þarna eru enn á sveimi, misjafnlega á sig komnir. Sumir þeirra hafa ekki hugmynd um að þeir eru löngu dauðir. Það færist svo alvara í málið þegar 300 ára nornabölvun rætist skyndilega með grafalvarlegum afleiðingum sem lýsa sér einna helst í því að öll líkin í kirkjugarðinum lifna við og byrja að herja á bæinn og bæjarbúa, þeim til mikillar skelfingar. Sá eini sem heldur ró sinni og getur reddað málunum er auðvitað Norman Babcock ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

LAIKAUS