Shadow Dancer (2012)Öllum leyfð
Frumsýnd: 8. nóvember 2012
Tegund: Drama, Spennutryllir
Leikstjórn: James Marsh
Skoða mynd á imdb 6.2/10 10,003 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Collette McVeigh - Mother, Daughter, Sister, Spy.
Söguþráður
Myndin hefst árið 1973. Sprengja springur einhvers staðar í Belfast og á meðal saklausra fórnarlamba er bróðir hinnar ungu Colette McVeigh. Harmleikurinn leiðir til þess að Colette gengur í andspyrnuhreyfinguna. Mörgum árum síðar er Colette í London þar sem henni er ætlað að koma fyrir sprengju á fjölförnum stað. Hún guggnar hins vegar á verkefninu, sprengjan springur ekki og Colette er í kjölfarið handtekin af leyniþjónustunni. Leyniþjónustumaðurinn Mac sér í þessu tækifæri. Hann ákveður að bjóða Colette uppgjöf saka gegn því að hún snúi aftur til Belfast og njósni þar fyrir leyniþjónustuna um aðgerðir hryðjuverkamannanna. Að öðrum kosti verði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Colette telur sig ekki hafa um neitt að velja nema taka tilboðinu, ekki síst vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að skilja við ungan son sinn. En verkefnið er stórhættulegt enda vita þeir sem hryðjuverkunum stýra að það er alltaf hætta á að njósnari sé á meðal þeirra ...
Tengdar fréttir
10.12.2012
Berberian Sound Studio valin best í Bretlandi
Berberian Sound Studio valin best í Bretlandi
Tímabil verðlaunaafhendinga er runnið upp í kvikmyndageiranum. Við sögðum frá afhendingu IDA verðlaunanna í síðustu viku og nú um helgina voru The British Independent Film Awards, eða verðlaun sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda afhent, undir styrkri  stjórn breska Hobbita leikarans James Nesbitt. Sigurvegari kvöldsins var Berberian Sound Studio, en sú mynd var sýnd hér á...
01.12.2012
Zombie ástarsamband - stikla
Zombie ástarsamband - stikla
Zombiemyndaæðið ætlar greinilega engan endi taka. Ný mynd um uppvakninga er væntanleg 1. febrúar nk., Warm Bodies, og síðar á árinu er svo væntanleg Brad Pitt myndin World War Z, sem er stútfull ( í orðsins fyllstu merkingu ) af uppvakningum sem vilja leggja undir sig jörðina. Skoðið stikluna hér fyrir neðan úr Warm Bodies, en það er enginn annar en John Malkovich, sem kemur...
Umfjallanir
Svipaðar myndir