Náðu í appið
The Woman in Black

The Woman in Black (2012)

"Do You Believe in Ghosts?"

1 klst 35 mín2012

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arthur lifað erfiða tíma en eiginkona hans lést fyrir fjórum árum þegar hún fæddi dóttur þeirra.

Rotten Tomatoes66%
Metacritic62
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaFordómarFordómar

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arthur lifað erfiða tíma en eiginkona hans lést fyrir fjórum árum þegar hún fæddi dóttur þeirra. Síðan þá hefur Arthur átt erfitt með að komast yfir sorgina, sem ásamt því að þurfa að sjá einsamall um uppeldi dótturinnar hefur komið niður á starfsframa hans og sett líf hans úr skorðum á ýmsan annan hátt. Þegar Arthur kemur í litla þorpið þar sem konan bjó kemur strax í ljós að íbúarnir þar vilja ekkert með hann hafa og óska þess heitast að hann láti sig hverfa til sinna heima sem allra fyrst. Þeir eru hræddir um að koma hans muni bara gera illt verra, en sagan segir að hin látna gangi nú aftur og hrelli íbúana. Og Arthur á svo sannarlega eftir að komast að því að draugur konunnar í svörtu er á sveimi í húsinu þar sem hún bjó og mun ekki finna neinn frið fyrr en hann hefur náð fram vilja sínum. Hver hann er á eftir að koma í ljós ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Hammer Film ProductionsGB
Alliance FilmsCA
Talisman FilmsGB
UK Film CouncilGB