Náðu í appið
Algjör Sveppi og töfraskápurinn

Algjör Sveppi og töfraskápurinn (2011)

The Magic Wardrope

"Stærsta ævintýrið til þessa"

1 klst 30 mín2011

Flestir vita að í herberginu hans Sveppa er töfrum gæddur skápur þótt fáir viti í hverju töfrarnir felast.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Flestir vita að í herberginu hans Sveppa er töfrum gæddur skápur þótt fáir viti í hverju töfrarnir felast. Dag einn lokast Ilmur, vinkona Sveppa, inni í skápnum og kemst ekki út. Nú er illt í efni og versnar til muna þegar í ljós kemur að illmenni í útlöndum ásælist skápinn og lætur ræna honum. Þar með hefst æsilegur eltingarleikur og ævintýri þar sem þeir Sveppi, Villi og Gói þurfa að elta bófana, svindla sér inn á Þjóðminjasafnið, hjóla um á þotuhjólum og læra á fljúgandi húsgögn svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn berst síðan um víða velli, út á sjö, upp í loft og meira að segja upp á jökul. Útsjónarsemi félaganna er sem fyrr með ólíkindum og þótt hætturnar leynist við hvert fótmál fer svo að lokum að sagan fær farsælan endi og sannar um leið hið fornkveðna að allt er gott sem endar vel ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Hreyfimyndasmiðjan ehf.

Gagnrýni notenda (1)

Góð barnamynd eða fljótt unnin peningaryksuga?

Þegar kemur að mynd eins og þessari er ekki mikið hægt að segja. Þetta er ein af örfáum myndum sem er 100% gagnrýnendavarin útaf því að allir sem vita af tilvist hennar eru löngu búnir...