Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Town 2010

(Prince of Thieves)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. október 2010

Welcome to the bank robbery capital of America.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Í Boston eru árlega framin yfir 300 bankarán. Flestir þeirra sem hafa lifibrauð sitt af bankaránum búa í sama hverfinu, Charlestown. Einn þeirra er Doug MacRay (Ben Affleck), en hann er ekki af sama meiði og hinir þjófarnir. Doug átti möguleika á heiðarlegu lífi, tækifæri á að feta ekki í fótspor föður síns í glæpastarfsemi, en kaus heldur að fara fyrir... Lesa meira

Í Boston eru árlega framin yfir 300 bankarán. Flestir þeirra sem hafa lifibrauð sitt af bankaránum búa í sama hverfinu, Charlestown. Einn þeirra er Doug MacRay (Ben Affleck), en hann er ekki af sama meiði og hinir þjófarnir. Doug átti möguleika á heiðarlegu lífi, tækifæri á að feta ekki í fótspor föður síns í glæpastarfsemi, en kaus heldur að fara fyrir flokki harðsvíraðra bakaræningja sem hirða allt sem á vegi þeirra verður og skilja ekki eftir nein spor. Eina fjölskylda Doug eru félagar hans í glæpagenginu, sérstaklega hinn hættulegi Jem (Jeremy Renner) sem er Doug sem bróðir. Allt breytist hinsvegar í síðasta verkefni þeirra félaga þegar þeir taka bankastarfsmanninn Claire Keesey (Rebecca Hall) sem gísl. Eftir ránið komast þeir að því að Claire býr í Charlestown og til að fullvissa sig að Claire hafi ekki þekkt til þeirra fer Doug og leitar Claire uppi. Claire hefur enga hugmynd um að kynni þeirra Doug eru ekki af tilviljun og enn síður að Doug hélt henni í gíslingu aðeins viku áður. Þau fella hugi saman og Doug hyggst segja skilið við glæpalífið og gömlu félagana en þegar lögreglan kemst á slóð þeirra þá stendur Doug frammi fyrir erfiðri ákvörðun; að svíkja félaga sína að missa konuna sem hann elskar.... minna

Aðalleikarar

Traustur þriller
The Town fjallar um líf bankaræningja í Charlestown, Boston og fókusar aðallega á Doug MacRay, leiðtoga bankaræningjahóp. Meira ætla ég ekki að gefa frá.

Myndin byrjar sterk með bankaráni og hægir síðan aðeins á sér. Myndin er alls ekki klikkuð hasarmynd en sum atriði eru með miklum hasar og vel útfærð. Eitt af betri bílaeltingaratriðum sem að ég hef seinustu árin er einnig í myndinni.

Myndin er frekar lágstemmd en notar flest tækifæri til þess að sýna ofbeldi og gerir það vel. Samband Doug og Claire er svo líka mikilvægt og þau standa sig vel saman og samtölin fín en þau tala svolítið mikið um fjölskyldudauða... Hinir standa sig líka agætlega en Jeremy Renner stendur langt upp úr hinum og virkilega skemmtilegur sem hinn léttklikkaði James Coughlin.

7/10
Gott handrit, traustir leikarar en það vantaði aðeins meira. Skemmtanagildi því miðir ekki í hámarki en bjóst varla við því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Merkin eru skýr, Affleck er með þetta!
Ég man þá tíð þegar Ben Affleck var í skömmustulega litlu áliti á meðal hörðustu kvikmyndaáhugamanna. Þetta væga hatur átti sér stað einhvern tímann á eftir Dogma, á undan Gone Baby Gone og það spannaði yfir nánast heilann áratug. Stundum gerði ég mitt besta til þess að verja hann, því þrátt fyrir að velja mörg glötuð hlutverk kann maðurinn sitt fag. En fyrir kannski hverja góðu mynd sem hann gerði fylgdu svona fjórfalt fleiri sem voru annaðhvort ekkert spes eða hreint út sagt niðurlægjandi (Reindeer Games, Pearl Harbor, Paycheck, Gigli, Surviving Christmas... listinn er býsna langur). Venjulega er hrikalega erfitt að vinna sér inn virðingu áhorfenda aftur eftir svona langan tíma. Þegar Gone Baby Gone (ein besta mynd ársins 2007) kom út fóru menn að hugsa: Helvíti er hann flinkur leikstjóri, ætli hann geti þetta aftur?? Svo núna höfum við The Town fyrir framan okkur, og sú mynd reyndist vera það góð að ég held að Affleck geti heldur betur hlegið framan í andlitið á þeim sem sögðu að hann hefði enga hæfileika. Þessi mynd er ekki bara rugl góð, heldur eitthvað sem ég mundi kalla skylduáhorf fyrir ykkur sem kunnið að meta gott bíó.

Það eina sem í rauninni dregur myndina niður er sú staðreynd að við höfum séð margt af þessu áður. Klisjur, þrátt fyrir að vera í lágmarki, finnast dreifðar hér og þar og almennt er þessi efniviður fullkunnuglegur. Það þýðir samt auðvitað ekki að það sé ekki hægt að búa til gæðaefni úr þessu, og Affleck stígur ekki feilspor á mikilvægustu sviðum sögunnar. Handritið er afskaplega vel unnið og það er einkum áhugavert hvernig myndin flakkar stanslaust á milli þess að vera annaðhvort grípandi, kröftug eða einfaldlega skemmtileg. Það sem lætur hana samt skara örlítið lengra fram úr hefðbundnum glæpadramamyndum (og upp í meistaradeildina á meðal mynda eins og Heat og The Departed) er leikurinn. Allir sem hér sjást á skjánum eru virkilega, virkilega góðir, hvort sem um er að ræða Affleck sjálfan, Rebeccu Hall, Jeremy Renner, Jon Hamm, Blake Lively, Chris Cooper eða Pete Postlewaite. Bókstaflega hver og einn af þessum leikurum fær sitt móment til að leyfa ljósi sínu að skína og oft á tíðum er rafmagnað að fylgjast með þessum karakterum og spennunni sem myndast á milli þeirra.

Affleck hefur greinilega mikið lært á reynslu sinni sem leikari á þá kúnst að leikstýra, með því einungis að fylgjast með samstarfsmönnum sínum. Og burtséð frá því hvað manni finnst um sumar myndirnar hans, þá er ekki hægt að neita því að hann hefur verið oft heppinn og þ.a.l. unnið með alvöru fagmönnum í gegnum tíðina – sérstaklega hasarmyndaleikstjórum (við erum þar að tala um nöfn eins og John Frankenheimer, Michael Bay, John Woo o.fl.). Það kemur nefnilega mikið á óvart hvað maðurinn er góður með hasarsenurnar hér, og spennan deyr aldrei þegar hún er komin á flug. Gott verður síðan ennþá betra þegar maður sér að Affleck lætur athyglina aldrei fara frá sögunni, sama hvaða læti eru í gangi. Það gerist ekki oft að maður sjái svona sterka byrjun á leikstjóraferli og eins traustur leikari og Affleck er þá held ég að allir geta verið sammála því að leikstjórn sé klárlega sterkari hæfileiki hans. Gone Baby Gone var frábær og þessi er ekkert síðri. The Town er að vísu einfaldari og staðlaðri þegar á heildina er litið. Samt get ég ómögulega dregið hana niður því þeir kostir sem einkenna hana eru svo sterkir að ég get varla annað en sagt að þetta sé eitthvað það besta sem ég hef séð í ár. Hvernig er það ekki merki um fyrirtaks leikstjóra þegar maður er svona auðveldlega tilbúinn til að fyrirgefa það sem maður hefur áður séð?

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki alveg
The Town hefur verið að fá glimrandi dóma en ég er ekki algjörlega sama sinnis. Hún skarar ekkert fram úr á neinn hátt og inniheldur ófrumlega sögu og líflausar persónur. Ben Afflek er alveg ágætis leikari en þrátt fyrir allan dramatíska dialoginn hér þá stendur manni alveg á sama um þennan karakter hann er yfirborðskenndur. The Town er alveg ágætis skemmtun samt og heldur manni við efnið með umgjörð sem hægir ekki á sér of oft og undir lokin er myndin orðin fín en það nægir ekki til að hífa hana upp úr miðjumoðinu. Ef að Afflek ætlar að halda áfram sem leikstjóri þá þarf hann að bæta sig aðeins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.07.2018

Nýju Englarnir fundnir

Charlie er búinn að finna nýju englana sína, en þær Kristen Stewart og Naomi Scott eru nú staðfestar í hlutverk tveggja engla í endurræsingu á kvikmyndinni Charlie´s Angels, sem Pitch Perfect leikstjórinn og leikkonan Elizabeth Banks mun lei...

18.10.2011

Statham í Transformers 4 & 5?

Við sögðum frá því fyrir stuttu að forstjóri Hasbro teldi Transformers 4 ekki ólíklega. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, því myndirnar hafa malað gull í miðasölunni annað hvert ár síðan 2007 - sú síða...

08.02.2011

Blake Lively í næstu Sex & the City?

Nýlega kom í ljós að höfuðpaurarnir hjá Warner Bros myndu ekki leggja í aðra beina framhaldsmynd af hinni geysivinsælu Sex and the City-seríunni. Þess í stað ákváðu þeir að gera kvikmynd byggða á The Carrie Diaries, ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn