Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Street Fighter 1994

(Street Fighter: The Ultimate Battle)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

This christmas, shop early. The streets won't be safe.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

William Guile ofursti fer með her sinn inn í landið Shadaloo til að elta uppi M. Bison hershöfðingja, sem heldur þar fólki föngnu, þar á meðal þremur týndum hermönnum. Á meðal þeirra er Carlos "Charlie" Blanka, en Bison hefur búið til úr honum hræðilega stökkbreytta veru. Einnig kemur við sögu fréttakonan Chun Li sem vill hefna sín á Bison fyrir að... Lesa meira

William Guile ofursti fer með her sinn inn í landið Shadaloo til að elta uppi M. Bison hershöfðingja, sem heldur þar fólki föngnu, þar á meðal þremur týndum hermönnum. Á meðal þeirra er Carlos "Charlie" Blanka, en Bison hefur búið til úr honum hræðilega stökkbreytta veru. Einnig kemur við sögu fréttakonan Chun Li sem vill hefna sín á Bison fyrir að hfa drepið föður hennar mörgum árum áður. Svikahrapparnir Ryu og Ken eru handteknir ásamt Sagat, valdamiklum vopnasala og Vega, fyrir að versla með ólögleg vopn. Guile ræður þá til að hjálpa sér að finna bækistöðvar Bison. Núna hafa þau Guile, T. Hawk, Cammy, Ryu, Ken, Chun Li, Balrog og E. Honda þrjá daga áður en Bison myrðir gísla sína og nær heimsyfirráðum.... minna

Aðalleikarar


Algjör þvæla byggð á vinsælum leikjum sem var uppáhaldsleikur minn fyrir Super Nintendo. Hvernig gat þeim dottið í hug að fá Van Damme sem John H. Gulie(held að hann hafi heitað það, þó það skipti engu)? Og er sammála Ívari með Raul Julia. Gæðaleikari að hafa svona lélega mynd sem lokamynd var sorglegt(kíkið frekar á fyrstu Adams Family myndina, þar er hann verulega góður). En eins og vanalega, með Van Damme mynd, leiðindi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Street Fighter er örugglega ein lélegasta mynd sem ég hef nokkurtíman séð. Ef þú ert ekki strákur á aldrinum 3-10 ára geturu alveg gert eitthvað betra við tíma þinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Street fighter er skítsæmileg spennumynd byggð á vinsælum tölvuleik og segir frá borgarastyrjöld, gíslatökum og nokkrum heljarins slagsmálum í Suðaustur Asíu árið 1995. Myndin er ekkert sérstaklega góð en er þó áhorfsins verð og eiginlega bara vanmetin. En síðasta mynd Raul heitins Julia hefði þó mátt vera annað og meira en ódýr B mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Látiði mig ekki æla. Raul Julia hvað í ósköpunum varstu að hugsa þegar þú lékst í þessari þvælu, við fáum aldrei svar við því. Van Damme gerðu heimsbyggðinni greiða farðu í langt langt frí.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.09.2020

Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera

Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel ha...

10.07.2015

Íslandsmeistarinn fær 15 þúsund í klinki

Íslandsmeistaramótið í tölvuleiknum Street Fighter verður haldið Sunnudaginn 19. júlí kl 16:00 á Fredda Ingólfsstræti 2. Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum þá verður keppt í Street Fighter II: The World Warrior og keppninni ...

15.03.2012

Leikjatal spilar Street Fighter X Tekken

Núna er komið að fjórða þættinum okkar og í þetta skipti ætlum við að ræða um Street Fighter X Tekken en hann kom út 6.Mars og er nýjasti leikur Capcom. Núna geta Street Fighter og Tekken aðdáendur loksins ko...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn