Náðu í appið
Bönnuð innan 10 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Gauragangur 2010

(Hullaballoo)

Justwatch

Frumsýnd: 26. desember 2010

The lovable upstart Orm, who is a lover, and a poet on the side, is taught some harsh life lessons during his last year of high school.

98 MÍNÍslenska
Tilnefnd til fjölda Edduverðlauna.

Árið er 1979 og sjálfskipaði snillingurinn Ormur Óðinsson er á lokaári sínu í gaggó. Hann hefur takmarkaðan áhuga á náminu enda er margt annað sem glepur hugann eins og djammið, vinirnir, gullgerð og auðvitað ástin. Gauragangur er drepfyndin en um leið alvarleg bráðþroskasaga andhetjunnar Orms Óðinssonar.

Aðalleikarar

Toppmynd!
Mikið framboð hefur verið á íslenskum bíómyndum undanfarin ár. Eiginlega töluvert meira en maður kemst yfir, þegar kvikmyndir eru ekki aðaláhugamálið. Fyrir tilviljun fór ég, um daginn, á ,,Gauragang" með 9 ára dóttur minni sem valdi (kannski vegna þess að hún var bönnuð yngri en 7 ára!) myndina. Sé sko ekki eftir því, vegna þess að þetta var frábær mynd í alla staði. Vel leikin, a.m.k. af yngri leikendum, Alexander Briem, aðalleikarinn stóð sig langbest. Þarna er mikið efni á ferð. En eldri leikarar áttu það til að ofleika smá pínu. Myndin fangaði þennan tíma sem hún á að gerast alveg einstaklega vel. Einnig þann tíðaranda sem ríkti á þessum tíma. Gunnar leikstjóri á heiður skilinn fyrir frábæra vinnu. Undirritaður hafði ekki lesið bókina (eða farið á leikuppfærsluna), þannig að ég ímyndaði allt það versta...að strákurinn myndi ábyggilega kála sér í lokin og allt það. En svo endaði hún bara vel og allir urðu ánægðir. Þessi mynd fær toppeinkunn hjá mér! Hika ekki við það að halda fram að þetta sé ein albesta íslenska kvikmyndin fyrr og síðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svosem ágæt
Stærsti galli myndarinnar er sá að hún notar efnið ekki nógu vel. Myndin hefði mátt verið mun fyndnari en hún var. Hún reyndi að vera fyndin en það misheppnaðist oft og hún var of alvarleg fyrir minn smekk. Svo var öll alvaran líka frekar tilgangslaus þar sem Ormi (sögumaður, aðalpersóna) er alveg sama og hann breytist varla í gegnum myndina. Stærsti gallinn var semsagt skemmtanagildið.

Myndin er samt mjög fín og ansi skrautlegir karakterar í henni. Alexander Briem fer á kostum sem Ormur. Hinir eru líka mjög fínir en Alexander stendur upp úr.

Handritið hefði mátt bæta, leikurinn er mjög fínn og tónlistarvalið passaði frekar vel við andrúmsloft myndarinnar. Hefði hún verið fyndnari hefði hún hækkað í áliti hjá mér. 6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gölluð mynd byggð á gallaðri bók
Gauragangur var bók sem ég var látinn lesa í grunnskóla, og síðan þá hef ég aldrei pælt mikið í henni hvað þá nennt að kynna mér hana aftur. Ég man samt alltaf hvað mér fannst um hana í denn; Sagan þótti mér ekkert sérstök og meginkarakterinn var skíthæll sem mér náði aldrei að líka við. Sömu orð eiga við um myndina að mínu mati, en það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart. Myndin er greinilega trú uppruna sínum og þeir sem dýrkuðu bókina eiga þá líklegast von á einhverju betra en það sem ég fékk.

Ég get nefnt margar myndir þar sem aðalpersónan er hálfviti á hæsta stigi. Stundum þróast sögurnar þannig að okkur er ætlað að líka vel við hana undir lokin, stundum ekki. Ef saga kýs að sleppa því að veita slíkri persónu umhyggju þá er lykilatriði að áhorfandinn komist á einhverjum tímapunkti inn í hausinn á henni til að skilja af hverju hún er eins og hún er. Þetta er eitthvað sem ég fékk alls ekki út úr Gauragangi. Ormur Óðinsson er karakter sem augljóslega hefur ekki mikinn þroska. Hann er sérvitur, dónalegur og sjálfumglaður. Hins vegar fáum við að kynnast því (með smá voice over aðstoð) að hann hefur vott af samvisku en hann ákveður aldrei að hlusta á hana. Af hverju ekki?? Það fáum við aldrei að vita. Ormur er bara eins og hann er og mér finnst það frekar niðurdrepandi að fylgjast með honum út heila kvikmynd án þess að sjá einhverja þróun á honum eða kynnast honum betur að minnsta kosti.

Alexander Briem stendur sig að vísu frábærlega sem Ormur. Hann neglir karakterinn vel niður og maður kaupir hann alveg. Það er ekki leikaranum að kenna að mér líkaði illa við karakterinn sjálfan heldur innihaldinu. Ormur fær þó nokkur hörkugóð móment sem sýna hversu fyndinn hann getur verið. Maður fær samt leið á honum fljótlega og það er einmitt ein ástæðan af hverju þessi mynd hélt takmarkaðri athygli minni í seinni hlutanum. Sagan er heldur ekkert heillandi, grípandi eða áhrifarík. Hún er raunsæ og kómísk en það vantar allt fjörið í hana. Ég hefði heldur ekkert hatað það að fá meiri fókus á vini Orms í myndinni. Þeir voru frekar útundan, og það er engin afsökun ef bókin þjáðist af sama vanda. Aukapersónurnar í heild sinni voru í raun allar merkilega flatar.

Leikurinn er reyndar almennt góður, það er bara mismikið hvað fólkið fær að gera. Fyrir utan Alexander er það Hildur Berglind Arndal sem stendur upp úr. Hennar persóna var sú eina sem náði einhverju sambandi við mig. Hildur er sömuleiðis afar heit og sýnir það vel á ýmsum stöðum hér. Hvað leiksjórann varðar fannst mér eins og Gunnar B. Guðmunds hefði getað gert svo margt til að skella aðeins meiri sál í ræmuna, og það tengist bæði leikstjórninni og handritsvinnunni. Vandræðalegast fannst mér samt vera þegar myndin reynir að að rjúfa fjórða vegginn. Það kom kom bara svo mikið upp úr þurru. Annaðhvort hefði myndin átt að halda sig við þennan stíl og þá reglulega eða bara sleppa honum.

Gauragangur hefur þó sinn húmor og fær gjarnan prik fyrir hann. Annars fannst mér hún bara alltof köld og óeftirminnileg til þess að geta mælt með.

5/10

PS. Smá fyndið að sjá nútíma bifreiðar í endurspeglun og víðskotum. Dregur mann dálítið úr tímabilinu sem myndin gerist á.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.06.2020

„Kvennaútgáfa“ Síðustu veiðiferðarinnar á leið í tökur

Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur er á leið í tökur næstkomandi júlí en þar er um að ræða gamanmynd í anda Síðustu veiðiferðarinnar frá sömu framleiðendum. Nýverið úthlutaði ...

19.03.2013

Íslensk kvikmyndahelgi

Tugir íslenskra kvikmynda verða sýndar um allt land næstkomandi helgi og er frítt inn á þær allar. Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og þar með bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi...

22.03.2011

Okkar eigin Osló aftur á toppinn

Okkar eigin Osló er aftur orðin vinsælasta mynd landsins. Tæplega 2.700 manns sáu þessa nýju íslensku gamanmynd um helgina og hafa nú tæplega 15.000 manns séð hana eftir 17 daga í sýningu (með forsýningu), að því er...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn