Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Boðberi 2010

(Messenger)

Justwatch

Frumsýnd: 7. júlí 2010

Með illu skal illu út reka

107 MÍNÍslenska

Verkamaðurinn Páll heldur að hann sé eins og hver annar þar til hann byrjar að upplifa ljóslifandi vitranir um lífið eftir dauðann. Í fyrstu tekur hann þessum sérkennilegu vitrunum með opnum hug en uppgötvar svo djöfulleg áform sem gerjast í hans eigin samfélagi.

Aðalleikarar

Á réttri leið... naumlega
Íslensk kvikmyndagerð hefur að mínu mati þroskast ákaflega lítið í gegnum árin en það hafa óhefðbundnar íslenskar kvikmyndir komið fram á síðasta áratugi(t.d. Börn og Astrópía) og Boðberi er ein af þessum óhefðbundnu íslensku myndum sem er að ýta iðnaðinum í rétta átt og upp úr stefnuleysi sem hefur hrjáð svo margar íslenskar kvikmyndir í gegnum tíðina. Boðberi hefur markmið frá upphafi en það sem dregur hana niður er að áhorfendum er meinaður aðgangur að lykilupplýsingum um átökin sem eiga sér stað milli ills og góðs þannig áhorfandinn er aldrei viss um hver hvöt persónanna er.

Darri Ingólfsson er án efa það besta í myndinni og veltur mest af Boðbera á honum því það þarf hæfan leikara til að geta haldið allri myndinni uppi og honum tekst það vel en það sama er ekki hægt að segja um aukaleikara myndarinnar þar sem þeir gamansömu virka best en þeir sem reyna að leika dramatískt bara tekst það ekki. Flestir aukaleikararnir -þá sérstaklega þeir sem koma fyrir aðeins einu sinni- standa sig svo illa að þeir eru hlægilegir en það eykur ósjálfrátt skemmtanagildi Boðbera.

Tæknibrellurnar eru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir(ég lagði lófann við andlitið þegar ég sá green-screen brellurnar fyrir fréttastofu atriðin) en ég bjóst ekki við mjög fagmannlegum brellum þegar ég vissi hversu lítið fé fór í gerð Boðbera. Klippingin og kvikmyndatakan eru misgóð, hér á ferð eru margir sterkir punktar en í mörgum hasarsenum fara bæði faktorar niður á við. Það sem fór mest í taugarnar á mér var handritið sem hefði getað orðið betra hefði Hjálmar Einarsson lagt aðeins meiri hugsun í gloppurnar sem eiga sér stað og einbeitt sér meira að segja skíra sögu.

þó að Boðberi hafi ekki höfðað til mín mun ég samt segja að þetta sé skref áfram í íslenskri kvikmyndagerð en það væri hægt að gera miklu betur og sleppur Boðberi naumlega með fimmu í einkunnagjöf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meira upp en niður
Það sem gerir Boðbera aðdáunarverða er hvað aðstandendur ná að gera mikið miðað við hlægilega lítið framleiðslufjármagn. Kvikmyndasjóður Íslands styrkti ekki myndina, en ég tel að ástæðan sé sú að myndin er einfaldlega fulldjörf og öðruvísi, án þess að ég viti neitt um ástæðurnar. Sjálfur tek ég alltaf vel í íslenskar myndir sem prófa nýja hluti, hvort sem þær eru góðar eða ekki. Ég skal miklu frekar sitja yfir skítsæmilegri heimagerðri mynd sem tekur áhættu og prufar nýjar slóðir heldur en að horfa á fína mynd um fjölskylduvandamál og annað erfiði. Boðberi er gríðarlega metnaðarfull mynd og hún gerir hluti sem maður hefur sjaldan séð einhvern þora að gera á þessu landi. Ég meina, mynd sem gengur svo langt að sprengja Alþingishúsið fær ekkert nema hrós frá mér fyrir kjarkinn.

Þessi mynd bæði gengur upp og missir marks, og persónulega finnst mér hún meira sniðug heldur en grípandi. Sagan - sem reynir að vera einhvers konar íslensk samsuða af Taxi Driver og Donnie Darko - er áhugaverð í sjálfu sér en leikstjórnin nær ekki að gera drungalegu hliðarnar nógu sannfærandi, og það veldur því að fáeinar senur verði frekar hallærislegar heldur en áhrifaríkar. Framleiðslugildið hefur líka sína kosti og galla. Fullt af senum eru rosalega flottar og vel gerðar miðað við lítinn pening, en síðan eru aðrar sem eru annaðhvort illa hljóðsettar, teknar upp skringilega (hristingur á kameru er t.a.m. oft óþarflega mikill) eða ósannfærandi. Tölvubrellurnar voru stundum eins og eitthvað úr lélegri Photoshop-vinnu. Þó að peningaleysi hafi eitthvað að segja, þá er það samt sem áður mikilvægt að brellurnar gangi upp þegar maður glápir á svona sögu, sérstaklega þegar kemur að lykilsenum. Á jákvæðu nótunum er tónlistin virkilega öflug. Hún nær að gera myndina epískari en hún er. Leikurinn er líka býsna góður á flestum sviðum og einna helst hjá aðalleikaranum Darra Ingólfssyni. Hann er trúverðugur sem sósíópati og ber myndina vel á öxlum sér. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir átti líka skemmtilega óhefðbundið kvenhlutverk en hún stóð sig feiknavel. Þeir Magnús Jónsson og Pétur Einarsson fá sömuleiðis hrós fyrir kröftuga nærveru, enda eru þeir báðir með gífurlega svalar raddir.

Leikstjórinn sjálfur, hann Hjálmar Einarsson, fær að sjálfsögðu mjög gott klapp á bakið fyrir að gera bíómynd algjörlega á eigin spýtur (þar sem hann hefur ábyggilega þurft að gegna mörgum hlutverkum í einu), og hvað þá svona óvenjulega mynd. Það er m.a.s. spurning hvort myndin setji sér of há markmið, þó sum náist. Ég get til dæmis ekki sagt að mér hafi fundist myndin spennandi. Á sumum stöðum er hún jafnvel óviljandi fyndin en þó í langflestum tilfellum er svarta grínið viljandi og oft mjög gott. En þrátt fyrir að Hjálmar sé voða mistækur í leikstjórasætinu þá er hann efnilegur handritshöfundur. Hann er greinilega fær um að strúktúra mynd eins og þessa. Manni líður eins og það sé söguþráður í þróun út alla lengdina á myndinni og því miður er ekki hægt að segja það oft um íslenskar myndir. Það eru samt nokkur tilfelli þar sem myndin gengur óþarflega langt, og þá af engri annarri ástæðu en til að reyna að vera djarfari. Senan í Háskólabíói er fullkomið dæmi og mér fannst hún einungis vera notuð til að bjóða upp á ákveðið "shock-value." Sum samtölin hefðu einnig mátt fínpússa betur. Ég fékk stundum kjánahroll í senunum þar sem aðalkarakterinn fær vitranirnar.

Það er lítið annað til að segja. Ég gef Boðbera létt vídeómeðmæli. Þetta er mynd sem ætti að vera notuð til þess að sýna hvað íslenskar myndir gætu gert bæði efnislega (s.s. breyta meira til!) og fjárhagslega í framtíðinni. En hvað söguna sjálfa varðar og leikstjórnina er ómögulegt að kalla þetta nógu gott til þess að borga fullt verð fyrir.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.05.2012

Rannsóknarlögreglu maðurinn og eftirlit

Öll þekkjum við fígúru rannsóknarlögreglumannsins í kvikmyndum og sjónvarpi, það eina sem þarf er rykfrakki og kannski hattur og/eða sögumannsrödd. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á þessa fígúru, hvernig...

03.09.2010

Smellir og skellir bíósumarsins

Þá er bíósumarið 2010 rétt að baki og maður kemst ekki hjá því að kryfja það aðeins og auðvitað forvitnast um hvað fólki fannst almennt um það. Ég mun viðurkenna það strax að ég var ekkert sérlega bja...

11.07.2010

Ný gagnrýni um Boðbera, Freddy og Cronos

Nýja íslenska kvikmyndin Boðberi, sem frumsýnd var sl. miðvikudag og er í leikstjórn Hjálmars Einarssonar, fær 6 stjörnur af tíu mögulegum í nýjum dómi Tómasar Valgeirssonar sem lesa má hér. Tómas segir meðal annars: "Boðbe...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn