Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Romeo Juliet 1996

(William Shakespeares Romeo and Juliet)

Justwatch

Frumsýnd: 7. mars 1997

The greatest love story the world has ever known.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 60
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir listræna stjórnun. Vann þrenn BAFTA verðlaun.

Þessi frægasta ástarsaga allra tíma eftir William Shakespeare er hér færð til nútímans og gerist í úthverfi Verona á Ítalíu, en texti sögunnar er allur sá sami og í upprunalegu útgáfunni. Tvær fjölskyldur berast á banaspjót á götum borgarinnar, en elskendurnir Rómeó og Júlía tilheyra hvort sinni fjölskyldunni, sem eru hin sorglegu örlög þeirra.

Aðalleikarar


Frábær útfærsla á meistaraverki William Shakespeare. En það er gaman að segja frá því að sumir menn halda að Shakespear hafi ekki verið einn maður heldur leikhópur eða margir menn sem hafa skirfað bækunar undir dulnefninu William Shakespeare en það hefur nú ekkert verið sannað. Bara svona smá fræðslumoli.


Myndin er leykstírð af leikstjóranum sem færði okkur myndina Moulin Rouge sem kom reyndar út á eftir þessari mynd, eða árið 2001. Og var þetta önnur myndin hans. En hann gerði annað meistarastikki árið 1992 sem heytir Strictly Ballroom.


En myndin fynnst mér mjög góð, rosalega gaman að sjá hana í svona nútíma búningi. Myndin er svolítið svöl, þeir með skammbyssur, og berjast þannig á milli ætta.


Myndin er um Romeo og Juliet sem meiga ekki verið saman, því að þau eru í sitthvoru fjölskildunni, eða klíkunni sem eru herkióvinir. En það stoppar þau ekki, og gera þau hvað sem er til að vera saman.


En þessi mynd er alls ekki fyrir alla, aðalega út af því að þau tala í ljóðamáli og sumir fynnast það annað hvort drep fyndið eða drep leiðilegt. . En mér fynnst rosalega gaman að horfa á svona. Þetta er svo flott..


Ég gef myndinni allavega alveg 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg útfærsla á þessu sígilda snilldarverki leikritaskáldsins Williams Shakespeare. MTV framsetningin svokallaða kemur ótrúlega vel út og er í senn frumleg, fjörleg og heillandi. Myndatakan, klippingarnar og tónlistin eiga þar stóran hlut að máli, en nauðsynlegt er að sjá breiðtjaldsútgáfu myndarinnar til þess að geta notið hennar til fulls. Leonardo DiCaprio stendur sig vel sem Rómeó en Claire Dance stelur senunni svo sannarlega í hlutverki Júlíu. Aðrir leikarar eru allir óaðfinnanlegir. Frábær kvikmynd sem allir ættu að sjá og öndvegis kynning á verkum Shakespeares fyrir ungdóminn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rómantísk spennumynd um nútíma Rómeo&Júlíu. Fullt af byssum og unglingastælum, en mjög rómantísk á köflum. Góð afþreying, vel leikin og nokkuð vönduð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn