Death Wish (1974)
"Vigilante, city style -- Judge, Jury, and Executioner"
Lífið virðist leika við Paul Kersey, friðelskandi og vinsælan arkitekt.
Bönnuð innan 16 ára
Kynlíf
HræðslaSöguþráður
Lífið virðist leika við Paul Kersey, friðelskandi og vinsælan arkitekt. Hann er ástríkur fjölskyldumaður sem á trausta og góða eiginkonu og uppkomna dóttur. En þegar hópur miskunnarlausra þrjóta ræðst inn í íbúð þeirra á Manhattan í New York og drepur eiginkonu hans um hábjartan dag og stórslasar dóttur hans, þá er líf hans eyðilagt, og lögreglan á í mestu erfiðleikum með að finna þá sem eru ábyrgir. Yfirmaður hans í vinnunni telur best að Paul fari úr bænum og sendir hann til Arizona til að hitta viðskiptavin. Hjá viðskiptavininum kynnist Paul meðferð skotvopna, og fær eina byssu að gjöf. Þegar Paul snýr aftur heim, þá hefur hann byssuna með sér hvert sem hann fer, og þegar ræningi reynir að slá hann, þá myrðir Paul hann. Eftir það hefst drápsæði hjá Paul. Lögreglan rannsakar málið, en almenningur er þakklátur fyrir að einhver sjálfskipaður löggæslumaður sé að taka til í borginni.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Plata með tónlistinni úr myndinni eftir Herbie Hancock, tilnefnd til Grammy verðlauna.
























