Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Robin Hood 2010

Justwatch

Frumsýnd: 12. maí 2010

The untold story behind the legend.

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Robin Hood segir söguna af bogmanninum snjalla Robin Hood, eða Hróa Hetti, sem á meðan hann hefur verið í þjónustu Richards konungs, og barist með honum gegn herjum Frakka, verið einkum umhugað um eigin skinn. Þegar Richard lætur lífið fer Hrói til Nottingham í Englandi, þorps sem líður fyrir spillingu og einræðisstjórn og skattpíningu fógetans í bænum.... Lesa meira

Robin Hood segir söguna af bogmanninum snjalla Robin Hood, eða Hróa Hetti, sem á meðan hann hefur verið í þjónustu Richards konungs, og barist með honum gegn herjum Frakka, verið einkum umhugað um eigin skinn. Þegar Richard lætur lífið fer Hrói til Nottingham í Englandi, þorps sem líður fyrir spillingu og einræðisstjórn og skattpíningu fógetans í bænum. Hrói verður ástanginn af ekkjunni Lady Marian sem er þó efins um þessa nýju hetju og hvort hann sé ærlegur maður. Til að reyna nú að heilla Marian upp úr skónum og bjarga bænum úr höndum illa fógetans, safnar Hrói saman vöskum sveinum sem er hver öðrum snjallari og vopnfimari. Í sameiningu byrjar þeir að herja á yfirstéttina og leiðrétta misréttið sem viðgengst. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Gleymist fljótt, en ég skemmti mér
Mér finnst stærsti feill þessarar myndar vera titillinn, sem er þó meira markaðssetningunni að kenna heldur en myndinni sjálfri. Allir sem berja hana augum sjá það að hún á lítið sameiginlegt við hefðbundnu Robin Hood ævintýrin og þá sérstaklega þau sem hafa áður verið kvikmynduð. En þrátt fyrir að þetta fari hugsanlega í taugarnar á mjög mörgum þá verð ég að segja að mér fannst breytingin vera góður hlutur, enda höfum við séð "gömlu" söguna svona 50 sinnum áður og í mismunandi formum (alvarlegum myndum, arfaslökum þáttum, Disney-teiknimynd, Mel Brooks-grínmynd, nefnið það!). Ég var bara nokkuð sáttur með það að Ridley Scott hafi ákveðið að einblína á forsöguna og massa hana aðeins upp. Niðurstaðan fannst mér svo bara skrambi góð. Kannski heldur dæmigerð, en myndin er vel meðhöndluð engu að síður.

Við erum ekki að tala um aðra Gladiator hérna, eða hvað þá aðra Kingdom of Heaven (sem er brilliant, en horfið einungis á lengri útgáfuna!). Robin Hood er meira eins og kraftlausa útgáfan af Braveheart, og ef sú mynd væri bjór þá væri þetta pottþétt léttölið. En þar sem Robin Hood er fyrst og fremst sumarmynd (með örlitlum skammti af pólitík) þá skiptir það meira máli að hún renni hjá án þess að drepa fólk úr leiðindum og persónulega fannst mér mjög gaman að horfa á hana. Efnisinnihaldið sjálft er þannig séð algjört miðjumoð en það er eitthvað við leikarahópinn og þetta glæsilega útlit sem gerir hana að einhverju svo miklu meira. Scott heldur líka vel um taumana og nær hörkugóðu flæði sem byggir upp nokkuð epíska atburðarás og klárar hana með stæl. Eina sem vantaði þó í lokin var titill sem segði: Robin Begins. Það hefði jafnvel virkað betur sem nafn á myndinni sjálfri. Hitt er alltof blekkjandi.

Russell Crowe stendur sig vel þótt manni finnist hann stundum vera á sjálfsstýringu (hann er farinn að gera það dálítið oft í Ridley Scott myndum). Hann fær samt góða hjálp frá flottu liði og persónulega fannst mér þeir Oscar Isaac, Danny Huston, Max von Sydow ásamt þremenningunum sem léku "the merry men" (hefði klárlega viljað sjá meira af þeim!) standa upp úr. Mark Strong er líka frekar svalur þótt ég sé orðinn frekar þreyttur á því að sjá eins góðan leikara og hann vera orðinn að algjöri typecast-i. Hann er greinilega sá fyrsti sem kemur til greina til að leika minnisstæða illmennið með flottu röddina. Pælið aðeins í þessu, hann var vondur í Sunshine, vondur í Stardust, Body of Lies (svona á mörkunum), Sherlock Holmes, Kick-Ass, núna Robin Hood og svo í Green Lantern á næsta ári. Hvernig væri að leyfa manninum að sýna aðeins ljúfari hlið af sjálfum sér? Ef hún er þá til :)

Það er nákvæmlega ekkert listrænt gildi í Robin Hood, og ef þú vilt sjá sögulega epíska mynd sem ristir dýpra þá mæli ég með auðvitað frekar með Kingdom of Heaven eða Braveheart. Þessi mynd er hins vegar fínt val ef þú hefur afþreyingargildi í huga, og akkúrat sem afþreyingarmynd fannst mér hún standa rækilega fyrir sínu. Hún er ekki algjörlega litlaus þegar kemur að persónum - þó svo að það sé hellingur af þeim - og auk þess er hún skemmtileg og flott að útliti þegar kemur að ofbeldinu. Reynið samt fyrst og fremst að sætta ykkur við það að Crowe telur sig vera of góðan til þess að vera einungis með boga að vopni, og sérstaklega húfu með fjöður. Þið getið alltaf leitað til Prince of Thieves eða klassísku myndanna með annaðhvort Douglas Fairbanks eða Errol Flynn ef þið viljið sjá hinn hefðbundna Hróa Hött.

Þessi Hrói er fyrir okkur hina sem eru orðnir þreyttir á því að sjá það sama og þiggja glaðlega smá útúrsnúning.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

11.05.2020

Á Adamsklæðum á hvíta tjaldinu - Átta safaríkar senur

Konur eru oft naktar á hvíta tjaldinu eða á sjónvarpsskjám. Svo oft eru þær naktar að við erum mörg hver hætt að taka eftir því. Hins vegar lítum við tvisvar við þegar göndull birtist….. nema myndin sé íslensk þ...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn