Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Brooklyn's Finest 2009

Frumsýnd: 19. maí 2010

This is War. This is Brooklyn

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Sagan gerist á einni viku og fjallar um þrjá lögregluþjóna í New York. Eddie á aðeins 7 daga eftir af starfsskyldum sínum og fer eftir það á eftirlaun. Hann hefur reynt ýmislegt og er orðinn svo þreyttur á lífinu að hann þarf á hverjum degi að finna einhverja ástæðu fyrir því afhverju hann bindur ekki enda á líf sitt. Tango er leynilögga sem er búinn... Lesa meira

Sagan gerist á einni viku og fjallar um þrjá lögregluþjóna í New York. Eddie á aðeins 7 daga eftir af starfsskyldum sínum og fer eftir það á eftirlaun. Hann hefur reynt ýmislegt og er orðinn svo þreyttur á lífinu að hann þarf á hverjum degi að finna einhverja ástæðu fyrir því afhverju hann bindur ekki enda á líf sitt. Tango er leynilögga sem er búinn að vera einum of lengi í bransanum, og er farinn að spila með óvininum, og veita eiturlyfjasalanum Caz vernd. Sal er eiturlyfjalögga sem er undir mikilli pressu frá óléttri eiginkonu sinni sem vill eiga eðlilegt heimilislíf með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Álagið veldur því að hann vegur salt á milli þess að vera góð lögga og spillt. Að lokum mun líf allra lögregluþjónanna tengjast með einhverjum hætti. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ekkert sá fínasti
Ég hef aldrei sofið í bíó (fyrir utan á 17 again) en það munaði svona 20 sinnum að ég hafði sofnað þarna. Það var kvöld og svona, var þreyttur og ég hélt að einnhver skemmtileg, hávær gangster-mynd ætlaði að peppa mann smá upp. En neinei, það virkaði ekki.

Brooklyn's Finest hefði geta orðið góð. Leikaravalið var gott, útlitið á Brooklyn var svalt og ofbeldið var cool, en það sem eyðilagði myndina var handritið. Það var svo grútleiðinlegt, óspennandi og niðurdrepandi. Myndin hafði hugmyndir sem gengu næstum því aldrei upp, persónurnar voru allar þunnar og tómar, baksagan þeirra var heldur ekkert spes. Stefna myndarinnar var bara aum.

Þessi mynd er fljótgleymd og skemmd, sóun af filmu og leikurum. Ég veit að þessi umfjöllun er mjög stutt, en svona er bara myndin. Handritið var bara svo stór skemmd við myndina.

4/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.05.2011

Hver af þessum mun leikstýra The Wolverine?

Eftir að Darren Aronofsky hætti við að leikstýra The Wolverine hefur víða verið leitað að leikstjóra til að taka við verkefninu. Þónokkur nöfn hafa verið sett á lista hjá Fox, framleiðendum myndarinnar, en hér fyrir neðan m...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn