Náðu í appið
Öllum leyfð

The Informant! 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. október 2009

Based on a tattle-tale

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Bandaríska ríkisstjórnin ákveður að ráðast til atlögu við stórfyrirtæki í matvælageiranum og sakar fyrirtækið um ólöglega verðmyndun. Atlagan er byggð á upplýsingum sem lykilvitnið, uppljóstrarinn og einn af stjórnendum fyrirtækisins, Mark Whitacre, aflar og lætur stjórnvöldum í té.

Aðalleikarar

Handrit

Furðulegur Soderbergh
Ég er hissa á því hvað Matt Damon var mjög sannfærandi í þessari mynd, ferskur og leikur persónuna Whitacre mjög vel. Hann var held ég stærsti plúsinn við hana, en stærsti mínusinn er útlitið. Tímapunkturinn á útlitinu passar ekkert við tímann sem þessi saga á að gerast . Myndin á að gerast árið 1992 en lítur út eins og hún gerist árið 1968 til 1976. Það fór ekki beint í taugarnar á mér, fékk bara mjög mikin kjánahroll.

Stíllinn á myndinni er mjög flottur, lítur út eins og hún sé ekkert flókin, bara frekar einföld en það leynir mikið á sér. Hún er frekar flókin. Mér fannst samt pínu erfitt að fylgja handrtinu, frekar erfið í köflum en handritið mátti eiga það að hún var með persónur sem maður gleymir ekki fljótt. Til dæmis Mark Whitacker. Ég elska þennan karekter svo mikið. Hann er svo missheppnaður og svo mannlegur.

Myndin var frekar litrík og mynti mig dáldið á einnhverja Coen-mynd. Sem mér fannst frekar skrítið. Húmorinn var frekar lúmskur, alls ekki grófur, bara frekar heimskur, þá er ég að tala um Matt Damon. Það er samt voðalega lítið af húmor í henni. Myndin hefur líka sína sorglegu-móment, sem er frekar flott, líka vel leikið.

Það voru nokkuð margir leikarar í myndinni sem stóðu sig mjög vel. Scott Bakula og Joel McHale voru mjög góðir sem FBI-partners.

Myndin hefur alveg góða parta en hún er bara alls ekki það góð. Það vantaði meiri húmor og sérstaklega vantaði að laga útlitið. Þetta 70's útlit var alls ekki það flott eða það þolanleg. Myndin var mjög vel tekin upp, vel klippt og rosalega vel leikin. En, eins og ég sagði, það vantaði hluti í handritið, húmor og laga útlitið.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð mynd í furðulegum umbúðum
Steven Soderbergh er hiklaust einn af metnaðarfyllstu bandarísku leikstjórunum starfandi í dag, en líka einn sá mistækasti. Þrátt fyrir vel heppnaðar og hátt í frábærar myndir á borð við Out of Sight, Traffic, Erin Brockovich, Ocean's 11 og Ocean's 13, þá er heill hellingur af myndum sem eru annaðhvort feilaðar eða bara ekkert sérstakar. Ég næ samt einhvern veginn alltaf að dást að fjölbreytni mannsins og áhugi hans fyrir að nota alls konar retró-stílbrögð er virkilega kröftugur. Hann elskar greinilega að prófa nýja hluti, sem er gott. Gallinn er hins vegar sá að hann hefur ennþá meiri áhuga á því að prófa að nota hráefni sem fara kannski ekkert svo vel saman. The Informant er einmitt fullkomið dæmi um þetta.

Myndin er vel skrifuð, vel leikin, fyndin og jafnvel óvænt en stærsta vandamálið er hvernig Soderbergh fer með efnið. Af engri sérstakri ástæðu kvikmyndar hann sögu sem gerist snemma á tíunda áratugnum og lætur hana líta út eins og '70s njósnamynd, og gerir það með ákaflega spes tónlistarvali og stíl sem bara passar ekki við myndina. Stíllinn er líka mjög ómarkviss. Eina stundina spilast myndin út eins og kómískur þriller frá áttunda áratugnum en síðan flæðir myndin í svipuðum dúr og Erin Brockovich gerði, þar sem andrúmsloftið er hálf dautt og mikið af hversdagslegum þögnum eiga sér stað. Og varðandi tónlistina sjálfa þá var hún alls ekki slæm, heldur í raun bara nokkuð skemmtileg. Lögin voru samt svo hrikalega úr takt við söguna að maður datt hreinlega út úr myndinni á köflum. Soderbergh hefur áður sýnt að hann kunni á gott flæði, og The Informant! hefði ekki veitt af slíku. Þó svo að þetta sé sannsöguleg mynd þá er tónninn svo léttur og því er sanngjarnt að gera kröfur um meira skemmtanagildi.

Fyrir utan þurra stílinn þá helst athyglin manns alltaf á Matt Damon samt sem áður. Ég á erfitt með að muna hvenær hann var síðast svona fyndinn (daglegu "pælingarnar" hans - sem hann kemur með á milli sena - voru magnaðar) og vinnur hann sér inn leiksigur með alveg hreint óborganlegri frammistöðu sem Mark Whitacre. Saga þessa manns væri ótrúleg jafnvel ef hún væri ekki sönn og Damon algjörlega breytir sjálfum sér, líkamlega og andlega. Þetta hlutverk er álíka nýtt fyrir hann og þegar hann ákvað fyrst að gerast hasarhetja með því að leika Jason Bourne, sem sýnir að hann gerist betri leikari með aldrinum. Það sýnir líka alltaf gríðarlegan metnað þegar leikari er tilbúinn til þess að fita sig fyrir kvikmynd, þótt ég efa að ferlið sjálft sé leiðinlegt. Damon var eflaust feginn að losna úr stöðugu líkamsræktinni sem fylgdi Bourne-hlutverkinu og hefur hér bara notið sín í góðum fíling með ostborgurum og ís, sem er ekki slæm leið til að vinna fyrir kaupinu sínu. Leiðinlegt samt hvað aukaleikararnir skilja lítið eftir sig (fyrir utan Scott Bakula og Melanie Lynskey) miðað við hversu margir eru á skjánum.

Þó svo að mér hafi fundist margt mjög gott við þessa mynd þá finnst mér almennt eins og hún hafi getað orðið betri, og þá helst af öðrum leikstjóra. Innihaldið er í góðu lagi, það eru aðallega pakkningarnar sem eru frekar hallærislegar. Það er eins og Soderbergh hafi reynt að endurgera sína eigin mynd, bara með öðrum stórleikara í aðalhlutverkinu, örlítið steiktari karakter og eldri tónlist.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.09.2011

Hugsanlegur handritshöfundur kominn fyrir Blade Runner 2

Framleiðsla á nýrri Blade Runner mynd hófst í mars síðastliðnum og fimm mánuðum síðar tilkynnti leikstjóri fyrstu myndarinnar, Ridley Scott, að hann myndi einnig leikstýra nýju myndinni; en hingað til er ekki enn vitað hvo...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn