Náðu í appið

Síðasti bærinn í dalnum 1950

(The Last Farm in the Valley)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. mars 1950

85 MÍNÍslenska

Efniviður myndarinnar er í anda gömlu þjóðsagnanna, sígilt ævintýri um baráttu góðs og ills. Í sveit einni hafa allir bændur flust á brott vegna ofsókna trölls og tröllskessu. Bóndi einn situr þó sem fastast með fjölskyldu sinni þar sem amman á bænum á töfrahring sem verndar íbúana frá öllu illu. Tröllin reyna að stela hringnum af henni og þá... Lesa meira

Efniviður myndarinnar er í anda gömlu þjóðsagnanna, sígilt ævintýri um baráttu góðs og ills. Í sveit einni hafa allir bændur flust á brott vegna ofsókna trölls og tröllskessu. Bóndi einn situr þó sem fastast með fjölskyldu sinni þar sem amman á bænum á töfrahring sem verndar íbúana frá öllu illu. Tröllin reyna að stela hringnum af henni og þá fer af stað atburðarás þar sem ýmsar vættir koma við sögu, meðal annars álfadrottning og dvergur sem getur gert sig ósýnilegan. ... minna

Aðalleikarar


Ég var alveg farinn að trúa á álfa og tröll þegar myndin var búin. Það segir þónokkuð. Myndin gerist uppí sveit þar sem allir bændurnir hafa flutt í burtu vegna trölls og tröllsskessu sem hafa hrakið þau í burtu. Nema einn bónda og fjölskyldu hans, þau sitja sem fastast því amman á bænum á töfrahring sem verndar þau frá tröllunum. Myndin fjallar um það þegar tröllin reyna að stela hringnum af henni. Þar fáum við að kynnast alskonar furðuverum, eins og dvergnum sem getur gert sig ósýnilegann, bláa hestinn og álfadrottninguna sem verndar bóndann og fjölskylduna.

Myndin var oft kjánalega findin. Söguþráðurinn hélt athygglinni yfirleitt, þótt atriði á borð við dansinn inn í álfasteininum hafi verið töluvert langt. Leikurinn var ágætur þó það hafi komið niðrá honum hvað myndin var oft illa klippt. En maður á samt erfit með að gera sér grein fyrir hver staðallinn var á þeim tíma. Hún var líka greinilega öll talset, og ekki alltaf í "sínk".

Hún er í lit og það vel nýtt. Litirnir eru mjög góðir í myndinni og blekkir mann við að halda að hún sé yngri en hún er.

Mynd sem ég væri alveg til í að sjá útgefna á DVD. Það er greinilega áhugi meðal almennings því aðsóknin í Bæjarbíó var mjög góð. Mjög gaman að sjá alla krakkana í bíó. Alveg einstök bíóupplifun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.11.2018

Týnd kvikmyndatónlist flutt á Sinfóníutónleikum

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun þann 11 . desember nk. flytja tónlist Jórunnar Viðar við íslenska tímamótaverkið Síðasti bærinn í dalnum, sem var fyrsta kvikmyndatónlist sem samin var á Íslandi við mynd í fullri l...

17.04.2012

Á annan veg til New York

Íslensk kvikmyndahátíð verður haldin í Lincoln Center í New York dagana 18. - 26.apríl næstkomandi. Kvikmyndadeild Lincoln Center skipuleggur hátíðina í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sýndar verðar 20 myndir...

22.09.2011

Framlag íslands til óskars - ný stikla

Ný stikla fyrir myndina Eldfjall er kominn inn á kvikmyndir.is. Þetta er fyrsta mynd Rúnars Rúnarssonar í fullri lengd, með Theódóri Júlíussyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur í aðalhlutverkum. Myndin er þroskasaga manns sem er ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn