Náðu í appið
In Bruges

In Bruges (2008)

"Shoot first. Sightsee later."

1 klst 47 mín2008

Leigumorðingjarnir Ray og Ken, sem báðir eru staðsettir í London, eru sendir til Bruges í Belgíu af yfirmanni sínum Harry Waters og beðnir um að...

Rotten Tomatoes84%
Metacritic67
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Leigumorðingjarnir Ray og Ken, sem báðir eru staðsettir í London, eru sendir til Bruges í Belgíu af yfirmanni sínum Harry Waters og beðnir um að láta lítið fyrir sér fara næstu tvær vikur, en síðasta verkefni þeirra varð til þess að saklaus vegfarandi lét lífið fyrir slysni. Harry ætlar að vera í sambandi við þá með frekari fyrirmæli. Á meðan þeir bíða eftir að Harry hafi samband, ákveður Ken, að ráði Harrys, að skoða sig um í borginni þar sem er margt fallegt að skoða fyrir túrista. En Ray hefur ekki jafnmikinn áhuga á því að leggjast í túristaráp enda er hann hálf miður sín eftir drápið á saklausa borgaranum, og ekki síður af því að þetta var fyrsta verkefnið hans. Hlutirnir breytast fyrir Ray þegar hann hittir Chloe sem er í borginni sem hluti af kvikmyndatökuliði sem er að taka upp bíómynd með bandaríska dvergnum Jimmy í aðalhlutverki. Þegar Harry hefur samband með leiðbeiningar fyrir leigumorðingjana tvo, þá er Ken, sem á að vinna verkið, ekki viss um það hvort að hann geti unnið verkið, einkum af því að hann hefur nú fengið nýja sýn á lífið eftir dvölina í þessari ævintýralegu borg, Bruges. Nú bíður Ken eftir því að Harry mæti til borgarinnar, og hann er langt í frá ánægður með það hvernig málin eru að þróast....

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Twins FinancingUS
Blueprint PicturesGB
Focus FeaturesUS
Scion FilmsGB
Film4 ProductionsGB

Gagnrýni notenda (5)

Húmor og geðveiki + sýra er In Bruges

★★★★☆

******Spoiler********Já*********Spoiler****** Tveir leigumorðingjar Ray (Colin Farrell) og Ken (Brendan Gleeson) eru sendir til Bruges í Belgíu í verkefni, þeir hafa ekki hugmynd um hvað v...

Þessi mynd er snilld. Hún fjallar um tvo leigumorðingja, Colin Farrell og Brendan Gleeson, sem eru sendir til Bruges í Belgíu í verkefni. Þeir vita ekki hvað verkefnið er og þurfa því að ...

Hló og hló og hló

Þetta er besta mynd Colin Farell og ein af betru myndum Ralph Fiennes þótt fyrir að vera sýrukennd. Hún er mjög skemmtileg en það er enginn mikill hasar í henni og hún vill greinilega bara ...

★★★★☆

 In Bruges er fín skemmtun, mjög fyndin og húmorinn hittir oft í mark. Colin Farrell(hann er svo líkur Baltasar Kormák) sýnir toppleik og er aðal comic relief myndarinnar þó að Ralph Fienn...

They're filming midgets!

★★★★☆

 Ég verð að segja að þetta er í fyrsta sinn sem ég virkilega fíla Colin Farrell, en hann er algerlega í essinu sínu í þessari mynd. Leikurinn er hreint út sagt frábær og Raph Fienn...