Ótrúlega góð mynd! Vel leikin og vel gerð. Sagan hafði ofboðslega mikil áhrif á mig og fékk mig til að hugsa dýpra um það óréttlæti sem ríkir í löndunum í kringum okkur. Merkilegt...
The Last King of Scotland (2006)
"Charming. Magnetic. Murderous."
Snemma á áttunda áratug síðustu aldar fer hinn ungi skoski hugsjónamaður og læknir Nicholas Garrigan til Uganda til að vinna á spítala úti á landi.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
KynlífSöguþráður
Snemma á áttunda áratug síðustu aldar fer hinn ungi skoski hugsjónamaður og læknir Nicholas Garrigan til Uganda til að vinna á spítala úti á landi. Þegar hann kemur þangað þá hittir hann nýjan forseta landsins, Idi Amin, sem lofar nýrri gullöld fyrir þessa Afríkuþjóð. Garrigan og Amin ná strax vel saman en Amin er aðdáandi Skotlands. Hann býður Garrigan fljótlega yfirmannsstöðu innan heilbrigðiskerfisins og verður einnig einn nánasti ráðgjafi Amins. Eftir því sem árin líða þá fer Garrigan að taka eftir sífellt aukinni óútreiknanlegri hegðun Amins sem þróast ekki bara yfir í eðlilega hræðslu yfir að menn séu að reyna sífellt að ráða hann af dögum, heldur brýst út í morðæði og geðtryllingi sem felur í sér síaukna blóðsúthellingar í landinu. Garrigan áttar sig nú á hrikalegri stöðu sinni hjá þessum klikkaða leiðtoga sem neitar að leyfa honum að fara heim, og nú þarf hann að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem gætu orðið hans bani ef einræðisherrann kemst að því hvað hann hefur í hyggju.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





Verðlaun
Forrest Whitaker fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki.
Gagnrýni notenda (4)
Áhugaverð mynd um Idi Amin séð út frá sjónarhóli Skota sem gerist einkalæknir hans og fjölskyldu hans. Við fáum að sjá Forest Whitaker fara á kostum sem á köflum hinn barnslegi og ske...
Guð minn almáttugur. Það er ekki hægt að bjóða manni upp á þetta. The Last king of Scotland er með verstu myndum í langan tíma. Sagan er algjörlega í köku(og mér er nákvæmlega sama ...
Árið er 1970, Nicholas Garrigan er ungur skoskur læknir sem fer til Úganda í ævintýraþrá eftir að vera orðinn þreyttur af fjölskyldulífi sínu heima, þar hittir hann nýja forsetann Idi...
























