Náðu í appið
47
Bönnuð innan 7 ára

Cars 2006

(Bílar)

Justwatch

Frumsýnd: 23. júní 2006

Our Cars Speak For Themselves.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Á leiðinni til Kaliforníu til að keppa í Piston Cup keppninni gegn The King og Chick Hicks, þá skemmir hinn frægi Lightning McQueen bíll, óvart veginn í smábænum Radiator Springs, og er dæmdur til að gera við skemmdirnar. Lightning McQueen, verður að leggja hart að sér og kynnist nýjum vinum og ástinni, en dvölin í bænum á eftir að breyta lífsgildum hans.

Aðalleikarar


Ég fór á Cars í kringlubíó með nýja digital tækinu og skal ég sko segja ykkur það var geðveikt flott algjörlega galla laust og myndinn var ekkert smá flott. Cars er frekar skrítinn mynd þar sem allir eru bílar meira að segja flugurnar eru bílar en eftir smá stund þá gleimir maður að þetta séu bílar því þeir eru allir með sinn eiginn persónuleika. Og talsettninginn er frábær Owen Wilson var góður en verð ég að segja að Larry the cable guy sem talar fyrir Maidur er með einn fyndnasta suðurríkja hreim sem ég hef nokkurtímann heyrt, og er án nokkurs efa lang fyndnasti carecterinn í þessari mynd frábær fjölskildu mynd og mæli með henni fyrir alla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar maður er búinn að sjá Cars þá líður manni ekki eins og maður hafi verið að koma af teiknimynd. Því pixar nær að gera svo flottar persónur í þessari mynd að hálfa væri nóg. Þetta er vel gerð mynd og er ekki endalaust með einhvern barnahúmor heldur byggist þessi mynd á persónunum sem eru bílar.Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja láta sig líða vel eftir bíóferð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flott grafík, svekkjandi handrit
Cars hlýtur afar sérstakan heiður hjá mér. Hún tekur við af A Bug's Life og sviptir af henni titilinn slappasta Pixar-myndin hingað til, jafnvel þótt hvorugar séu langt frá því að teljast slæmar myndir (sem segir okkur að Pixar sé augljóslega eðalkompaní). Burtséð frá fyrsta flokks tölvuvinnslu, krúttlegum móral og fáeinum ágætum bröndurum þá er hér um voða hefðbundna klisjusögu að ræða (kannast einhver við Doc Hollywood??). Við fylgjumst með endurunninni þroskasögu sem fer algjörlega eftir reglubókinni, og væri ekki fyrir þá litlu staðreynd að sögusviðið samanstendur (andsettum?) bifreiðum þá er ekkert hérna í boði sem við höfum ekki séð áður og oft.

Sagan er voða einföld, og kannski það sé einn helsti galli hennar. Myndin er líka í töluvert lengri kantinum, miðað við innihaldið a.m.k og það hjálpar lítið að við vitum nákvæmlega hvað gerist í lokin allan tímann (fyrir utan ágætis "tvist" í lokakappakstrinum). Ég á bágt með að trúa því að hinir yngstu áhorfendur hafi í sér úthaldið til að sitja út alla myndina, þar sem að atburðarásin er bæði viðburðarlítil, óspennandi og augljóslega fyrirsjáanleg að nærri öllu leyti. Raddirnar á bakvið persónurnar eru flestar fínar, en enginn skarar í raun framúr eða skilur eftir eitthvað minnistætt. Margir myndu mótmæla þarna og segja að Larry the Cable Guy hafi verið albestur og fyndnastur, en satt að segja fékk ég fljótt leið á honum. Myndin fær samt stóran plús fyrir góðan fókus á smáatriði. Útlit myndarinnar er ótrúlega litríkt og fallegt, og setur það ákveðin gæðastimpil á framleiðsluna. Þegar mynd jaðar við það að vera leiðinleg á köflum eins og þessi, þá er eins gott að hún sé óaðfinnanleg í útliti.

Cars er annars vegar frekar saklaus afþreying, og voða sæt mynd inn við beinið. Hún kemur með góðan og mikilvægan boðskap, sem þýðir auðvitað mikið. Hún á eflaust eftir að skemmta mörgum. Það sem ég sé hins vegar er fremur dæmigerð og nokkuð langdregin fjölskyldumynd sem að mátti alveg fylla betur upp í.

PS. Ekki standa upp of fljótt þegar að kreditlistinn byrjar að rúlla! Eins og oft gerist með Pixar, þá leynist margt drepfyndið þar.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Cars er snilld. Hún er fyndin og ógeðslega skemmtileg. Þau láta sem bílarnir séu manneskjur og láta bílana keppa, selja dekk og bensín, reka hótel og gera mikið, mikið meira. Hvernig veit ég? tja ég fór á heimsfrumsýninguna og þetta var fyrsta digital sýningin á Íslandi. Vona að það verði jafn gaman hjá ykkur og það var hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Cars er nýjasta afrek Disney og John Lasseter, manninum sem færði okkur Toy Story. Cars er meiriháttar skemmtun fyrir alla unnendur teiknimynda. Hún er fyndin, góð talsetning hjá helstu leikurum, persónurnar eru skemmtilegar, sagan er fín, húmorinn er brilliant og umhverfið er mjög skrautlegt í myndinni. Þetta er hin tilvalda fjölskyldumynd sem allir geta haft gaman að. Njótið vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.03.2023

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2023

Óskarsverðlaunahátíðin fóru fram í nótt (á íslenskum tíma) í 95. sinn, í Dolby Theatre í Los Angeles í Bandaríkjunum og eru sigurvegarar kvöldsins í brennidepli víða.  Kryddblöndumyndin Everything Everywhere All At Onc...

07.09.2022

Óskarstilnefnd mynd sýnd á Ísafirði

Opnunarmynd Pigeon International Film Festival (PIFF), sem haldin verður í annaðsinn á Ísafirði í haust, var tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarsverðlaununum íár. Það er bútanska myndin Lunana: a Yak in The Classro...

14.09.2021

Hvolpasveitin trekkir að

Íslendingar sem hafa séð kvikmyndina um Hvolpasveitina stórvinsælu í bíó eru nú þrjátíu þúsund talsins. Af aðsóknartölum helgarinnar að dæma hefur teiknimyndin haldið tryggri stöðu á topplista kvikmyndahúsa og hafa alls tæplega 23 þús...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn