Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Night Watch 2004

(Nochnoy dozor)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. september 2005

All That Stands Between Light And Darkness Is The Night Watch.

114 MÍNRússneska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Á meðal mannanna búa hinir "Aðrir" eða "Others" sem búa yfir ýmsum yfirnáttúrulegum eiginleikum. Þeir skiptast í þá sem búa yfir kröftum ljóss og kröftum myrkurs, en þessi öfl sömdu frið fyrir mörgum öldum til að ljúka hræðilegu stríði. Allt síðan þá hafa þeir í birtuhernum ráðið yfir deginum en hinir ráðið yfir nóttunni. Í Moskvu í nútímanum... Lesa meira

Á meðal mannanna búa hinir "Aðrir" eða "Others" sem búa yfir ýmsum yfirnáttúrulegum eiginleikum. Þeir skiptast í þá sem búa yfir kröftum ljóss og kröftum myrkurs, en þessi öfl sömdu frið fyrir mörgum öldum til að ljúka hræðilegu stríði. Allt síðan þá hafa þeir í birtuhernum ráðið yfir deginum en hinir ráðið yfir nóttunni. Í Moskvu í nútímanum fara myrku öflin um sem vampírur, en Næturvakt birtuaflanna, þar á meðal Anton, aðalsöguhetja myndarinnar, reynir að hafa stjórn á þeim og hefta útbreiðslu þeirra. ... minna

Aðalleikarar


Night Watch er leiðinlegasta mynd sem ég hef séð. Ég labbaði útaf henni þegar u.þ.b 20 min voru búnar af henni. Ég var ekki sá eini sem gerði það. Ég var ekki að skilja söguþráðinn í þessari mynd. Þetta var allt mjög mikið bull. Svo ég segi EKKI fara á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Langt, sturlað tónlistarmyndband
Night Watch er stór biti og vafalaust eitthvað sem þarf að melta í einhvern tíma. Sjaldan hef ég gengið út úr bíósal eins áttavilltur um mitt eigið álit á einni mynd. Þetta er þó allavega merki um það að ekkert venjulegt "ævintýri" sé á ferðinni, sem er auðvitað góður hlutur. Hins vegar get ég hvorki sagt að ég fílaði þessa mynd eitthvað sérstaklega, né þótti mér hún eitthvað léleg. Eftir að hafa spilað hana í hausnum á mér nokkuð oft kom ég að þeirri niðurstöðu að hún hafi verið allt-í-lagi, en ég stórefa að ég nenni að sitja yfir henni aftur.

Myndin er tæknilega og útlitslega séð frekar vel unnin, og hún grípur mann á vissum stöðum með gríðarlega áköfum en jafnframt athyglisverðum stíl (sem reyndar átti það nokkuð oft til að sækjast í músík-vídeó effekta). Hvað söguna sjálfa varðar eru skoðanir mínar skiptar. Heildarplottið er nokkuð sérstakt með örlítinn vott af frumleika en ég get ekki sagt að atburðarásin sjálf hafi verið eitthvað spennandi. Þessi söguþráður sem hér fylgir nær aldrei almennilega að byggjast upp svo maður finnur aldrei fyrir myndinni takast á flug. Þetta er svosem algengur galli þegar mynd einblínir meira á stílbrögð heldur en innihald. Persónurnar eru líka margar heldur litlausar og ómerkilegar, og aðrar bara hreinlega tilgangslausar (ekki nema næstu myndir í þessum væntanlega þríleik hafi eitthvað um það að segja).

Ég er ansi hræddur um að áhugi minn á þessu efni sé ósköp takmarkaður, og því eru væntingar mínar til framhaldsmyndanna furðulega litlar. Night Watch er sæmileg mynd til áhorfs, en þegar áherslurnar eru á vitlausum stöðum og lítil saga til staðar almennt er mjög erfitt að kalla þetta eitthvað annað en miðjumoð. Ef að trílógía á að vekja áhuga manns er algjört lágmark að fyrsti kaflinn sé verðugur til þess að sitja yfir (þá helst oftar en einu sinni ef maður á að horfa á allar myndirnar saman einn daginn), og það er enn mikilvægara að maður hafi áhuga að sjá hvað gerist næst. Sjáum hvað skeður með Day Watch.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ÉG GEKK af þessari mynd fór á 22:30 sýningu á fimmtudegi og gekk út i hálf ...... fannst þetta rugl.. hvað er fólk að mæla með svona crappi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Night watch er mjög hugmyndarík mynd og fullt af góðum atriðum í henni. Hálf ótrúlegt að hún skuli vera rússnesk. Þetta er fyrsta myndin af þremur þannig að myndin endar frekar snögglega og margir

þræðir óleystir. En í stuttu máli þá fjallar myndin um innbyrðis baráttu milli myrkravera og ljósvera. Ég var bara mjög sátt við þessa mynd þar sem ég bjóst endilega ekki við svo miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

æðisleg mynd ég get eiginlega ekki sagt neitt annað en það þetta er frábær mynd en hún er alls ekki fyrir viðkvæm þetta er ekki einhver hollywood hrollvekja sem þýðir að þetta eru ekki einhverjar smástelpur sem hlaupa um og öskra alla myndina

þessi mynd fjallar um eins og flestar ævintýra/hrollvekjur fjalla um semsagt eilífða barrátu milli góðs og ills þetta er ekki neitt rosalega raunveruleg mynd enda fjallar hún um hamskiptinga,vampírur,nornir og spámenn ég mæli eindregið með þessari mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.02.2012

Abraham með exi!

Entertainment Weekly birti glænýjar stillur úr hinni vægast sagt forvitnilegu Abraham Lincoln: Vampire Hunter, sem verður frumsýnd í sumar. Myndinni er leikstýrt af nokkrum Timur Bekmambetov (sem, fyrir þá sem ekki vita, g...

16.12.2011

Lincoln vampírubani traustur við exina

Fyrstu plakötin fyrir hina stórskrítnu kvikmynd Abraham Lincoln: Vampire Hunter hafa litið dagsins ljós en þau sýna bæði hinn þekkta ameríska forseta með traust tak á exi sinni fyrir ófríða hlutastarf sitt- eitt í d...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn