Náðu í appið
Öllum leyfð

The Longest Yard 2005

Justwatch

Frumsýnd: 22. júlí 2005

Hit hard or go home.

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Paul "Wrecking" Crewe var ruðningsstjarna á árum áður, en frægðarsól hans er gengin til viðar. En þegar hann lendir fullur í árekstri og endar í fangelsi, þá uppgötvar hann að fangelsisstjórinn Hazen veit hver hann er og hefur verkefni fyrir hann. Paul fær það verkefni að safna saman hópi fanga til að keppa við grimman hóp fangavarða. Með hjálp annars... Lesa meira

Paul "Wrecking" Crewe var ruðningsstjarna á árum áður, en frægðarsól hans er gengin til viðar. En þegar hann lendir fullur í árekstri og endar í fangelsi, þá uppgötvar hann að fangelsisstjórinn Hazen veit hver hann er og hefur verkefni fyrir hann. Paul fær það verkefni að safna saman hópi fanga til að keppa við grimman hóp fangavarða. Með hjálp annars fanga, Caretaker, og gamallar goðsagnar að nafni Nate Scarborough, þá er Crewe klár í slaginn. Nú eru það aðeins fangelsisstjórinn og fangaverðirnir sem vita ekki hvað þeir eru búnir að koma sér út í. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég bjóst ekki við miklu þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd, og ég fékk heldur ekkert sérstaka mynd.
Í raun var hún nákvæmlega eins og ég bjóst við að hún yrði, því flest allar myndir sem Adam Sandler leikur í, eru bygðar á nákvæmlega sama draslinu, og þetta er alltaf sami húmorin í myndunum hans.
Ég er samt ekki að segja að þetta sé léleg mynd, en hún er heldur ekki góð.
Miðlungsmynd sem má horfa á á sunnudögum ef ekkert skárra er í sjónvarpinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já hér er kominn enn ein grínmyndinn frá Adam sandler. Hún var ágættis skemmtun í sjálfum sér en myndinn sjálf er ekkert sérstaklega fersk enda endurgerð og það er ekki langt síðan mynd sem byggir á sömu hugmynd kom út (Mean Machine sem Vinnie Jones gerði ódauðlega að mínu mati) og fannst mér þessi mynd bara ýkt Amerísk útgáfa af þeirri mynd. Svo ég mæli með þessari mynd sem skemmtun ekki sem bíómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki fyndið hvað það er alltaf að reyna sérhæfa fyrir USA markaðinn.....en fyrir þá sem vita ekki þá er Longest Yard greinilega með uppskriftina af myndinni Mean Machine frá 2002 sem skartar Vinnie Jones í aðalhlutverki(tær snilli!) en hún er ekki nærri eins góð og hún. Longest yard var góð (reyndar var ég svo þreytt að ég gæti hafa verið að hlægja af svefngalsa), voða skrítið að hafa samt Adam Sandler í.....ja, hlutverki sem hann á að vera svona svoldið jocklegur (það vegur reyndar upp á móti að hann á að vera alger wuzz). Mér fannst aukarleikaranir bera myndina uppi. Til að taka allt saman þá var þetta ágæt mynd en veit um betri. Allavena, þegar að þíð eruð búin að lesa þessa umsögn þá skulu þið gjöra svo vel að leigja Mean Machine og skella henni í tækið. Ég vil halda að breskur húmor eigi betur við landann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fór á þessa mynd um daginn um von á góðri Adam Sandler bíómynd. En því miður fékk ég ekki ósk mína uppfyllta. Þessi mynd var frekar slöpp, fannst mér. Hún var svona allt í lagi til að byrja með en með tímanum þá fékk maður alveg nóg. Sagan í myndinni er ekki góð, leikur hjá leikurunum fannst mér engan veginn góður og þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Sama gamla Hollywood formúlan. Þannig að því miður verð ég að gefa þessari mynd falleinkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já ég fór á þessa mynd síðastliðinn föstudag, ekki með neinar stórar væntingar frá Adam Sandler. En já myndin byrjaði og þar komu inn nokkrar góðar senur og eins og áður sagði stefndi allt í góða mynd. Mér fannst hún halda áfram skemmtileika sínum en já það hefði vel mátt stytta hana kannski aðeins þarna allt sem fór fram í fangelsinu þó svo það hafði mörg góð atriði að geyma. Adam Sandler brást mér ekki í þessari mynd ef ég á að vera fullkomnlega hreinskilinn en ég sá hinsvegar aldrei myndina með Burt Reynolds, þannig kannski þetta hafa bara verið nýtt fyrir mig. Mér finnst hún alls ekki vera lík Waterboy þó svo þar var myndin einning um ruðning. Ég gef myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.02.2018

Sandler og Rock eru ólíkir feður

Gamanleikarinn Adam Sandler heldur áfram að senda frá sér kvikmyndir samkvæmt samningi sínum við Netflix streymisveituna, en myndirnar hafa hlotið misjafna dóma, en gott áhorf. Nýjasta Netflix mynd kappans er kvikmyndin The Week Of, þar sem hann ...

09.01.2016

Slær í gegn með 0% í einkunn

Adam Sandler myndin Ridiculous 6, sem var gerð sérstaklega fyrir Netflix vídeóleiguna, og sem menn héldu á tímabili að hefði verið tekin af Netflix sökum þess hve léleg hún þætti, er vinsælasta frumsýningarmynd á leigunni...

13.12.2014

Bale og Rock á topp 5

Biblíusagan um Móses, Exodus: Gods and Kings, var mest sótta myndin í Bandaríkjunum í gær  föstudag, en myndin var jafnframt frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin þénaði 8,7 milljónir Bandaríkjadala í gær, en kvikm...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn