Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sin City 2005

(Frank Miller's Sin City)

Justwatch

Frumsýnd: 8. júlí 2005

Það er eitthvað gruggugt í gangi í Basinborg

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Lögreglumaðurinn Hartigan hefur verið á höttunum eftir barnaníðingi í marga mánuði en hefur loks fundið hann og reynir að ná til hans áður en hann bætir ungri stúlku í safn fórnalamba sinna. Á öðrum stað í borginni vaknar Marv upp, en bólfélagi hans, ung kona, hefur verið myrt og lögreglusírenurnar nálgast óðfluga. Marv, nánast vitstola, sver að... Lesa meira

Lögreglumaðurinn Hartigan hefur verið á höttunum eftir barnaníðingi í marga mánuði en hefur loks fundið hann og reynir að ná til hans áður en hann bætir ungri stúlku í safn fórnalamba sinna. Á öðrum stað í borginni vaknar Marv upp, en bólfélagi hans, ung kona, hefur verið myrt og lögreglusírenurnar nálgast óðfluga. Marv, nánast vitstola, sver að hann muni hefna hennar og hefur leit að morðingja hennar. Þriðji hluti myndarinnar fjallar um samskipti spilltrar löggu, Jackie Boy, og Dwight.... minna

Aðalleikarar


Ég hef örugglega lesið öll Sin City blöðin svona 20 sinnum. Þessi blöð voru með því allra besta sem comics hafði upp á að bjóða þegar ég var unglingur. Ég var því einn af þeim sem gat ekki beðið eftir myndinni þegar hún kom út 2005. Það skemmdi ekki fyrir að Robert Rodriguez var við stýrið og hafði vit á því að bjóða Frank Miller að co-leikstýra myndinni með sér. Stjörnurnar flykktust að, Bruce Willis, Elijah Wood, Mickey Rourke, Benicio Del Toro, Clive Owen, Jessica Alba, Michael Clarke Duncan, Rutger Hauer og Michael Madsen. Ótrúlegur listi. Fjöldinn skýrist af því að þetta eru þrjár sögur samfléttaðar í eina mynd. Það verður að segjast að það tókst ótrúlega vel flytja sögurnar í kvikmyndaform. Það er lítið brugðið út frá skrifðu sögunum og margir rammar gerðir nákvæmlega eins. Leikurinn er almennt góður noir ofleikur, Rourke er þó bestur sem Marv.

Eitt það besta við Robert Rodriguez eru frábærir DVD diskar. Á þessum disk getur maður horft á myndina eins og hún var í bíó eða skipt niður í 3 aðskilda hluta, meira eins og blöðin. Svo er allt troðfullt af aukaefni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var svo óheppin að hafa ekki verið kominn með kvikmyndadellu þegar Sin City var sýnd á sínum tíma svo ég hef aldrei upplifað þessa ofursvölu,flottu og bara einstaklega vel heppnuðu mynd í kvikmyndahúsi (Sem mér finnst agalegt). Myndin er einstaklega vel leikinn og stendur þar helst Mickey Rourke uppúr sem hinn eitursvali harðnaggli Marv. En annars má nefna Bruce Willis sem er í essinu sínu og Cliwe Owen finnst mér einstaklega flottur. Myndin fylgir samnefndum teiknimyndasögum sem ég hef því miður ekki lesið en það sést á myndinni að hún á að vera svoldið ýkt og sjúskuð. Sin City er líka meistaralega vel gerð en hún var tekinn upp öll á Blue-screen tjaldi og er þetta með þeim best heppnuðu tilraunum til þess sem ég hef séð. En Sin City er gæða mynd og allir kvikmyndaaðdáendur sem fýla vel brútal,flottar og kolsvartan töffara húmor ættu að tjekka á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd byggð á samnefndum teiknimynda bókum.



Sin City er mjög sérstök mynd, sérstaklega þegar litið er á tæknibrellurnar og litina í myndinni, en hún er megnið í svart/hvítu (þó með einum og einum lit), og er það að takast alveg fullkomnlega upp.



Meðal þeirra sem leika í myndinni eru Bruice Willis, Elijah Wood, Jessica Alba og Clive Owen (Children of Men).



Nú get ég ekki beðið eftir að sjá Sin City 2 og 3 sem eru í vinnslu (en þar á meðal annars Johnny Depp vonandi að koma fram í eftir heimildum).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg sama hvað ég reyni þá getur mér bara ekki þótt Sin city vera eins merkileg og flestum öðrum finnst. Hún er jú mjög vel gerð og heldur ágætum dampi allan sýningartímann en það sem ég sá var heldur þurr mynd sem skortir allan neista. Eins og allir vita þá segir myndin þrjár sögur sem tengjast á einn eða annan hátt og margir líkja þessu við Pulp fiction sem er að mínu mati skemmtilegri mynd þó að Sin city sé kannski aðeins flottari. Í einni sögunni kynnumst við roskinni löggu(Bruce Willis)sem bjargar ungri stúlku frá barnaníðingi(Nick Stahl) en verður síðan sjálfur ranglega ásakaður um nauðgun. Í annarri sögunni leikur Mickey Rourke hinn subbulega Marv sem leitar hefnda fyrir morðið á vændiskonu sem er honum kær. Og í þriðju sögunni leikur Clive Owen Dwight nokkurn sem dregst inn í heim spillingar og mafíustríðs. Já, mér finnst þessi mynd ekkert sérstaklega góð og ég hika ekki við að kalla hana vonbrigði. Ég bjóst við einhverju rosalegu en í staðinn fékk ég mynd sem hefur fátt gott upp á að bjóða nema skemmtilegan hasar og flottar blóðútshellingar. Myndin er þó fagmannlega unnin og það er bara Bruce Willis sem leikur illa(hann leikur algjöran aumingja í guðanna bænum) en annars eru nær allir leikararnir fínir og stendur þá Mickey Rourke alveg upp úr. Nick Stahl er líka ágætur og snilldarleikarinn Rutger Hauer er í skemmtilegu en vannýttu hlutverki. Þegar allt kemur til alls er Sin city vel leikin og áhorfsins verð en daufleg er hún og hefði getað orðið betri. Tvær stjörnur frá mér. Ég er ekki sáttur við þetta.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki veit ég hvað ég get sagt, aðrir gagngrínendur hér á kvikmyndir.is eru búnir að segaja allt sem segja þarf. En ég taldi mig bara verða að skrifa mína umfjöllun á þessari mynd, því þetta var öruglega besta myndin á árinu. Algjört meistaraverk.

Höfum þetta bara stutt og laggott, ótrúlega vel leikin, leikstýrð, kvikmyndatakan frábær, og svo er myndin líka alveg ótrúlega, alveg ótrúlega cool.

Takið þessa, strax í dag. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.04.2023

Affleck í ráðgátu Rodriguez - fyrsta stikla

Fyrsta stiklan fyrir nýju Ben Affleck myndina Hypnotic var að detta í hús en í myndinni leikur Affleck lögreglumann sem rannsakar ráðgátu sem snýr að týndri dóttur hans og leynilegu verkefni ríkisstjórnarinnar. Það er skammt stórra h...

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...

27.08.2016

Waltz skoðar vélmennalækni

Óskarsverðlaunaleikarinn Cristoph Waltz ( Inglorious Basterds, The Legend of Tarzan ) á í viðræðum um að leika stórt hlutverk í Alita: Battle Angel, í leikstjórn Robert Rodriguez ( Sin City: A Dame to Kill For ). Framlei...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn