Náðu í appið
Öllum leyfð

Eternal Sunshine of the Spotless Mind 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. júní 2004

Our memories makes us who we are. You can't change the past.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 89
/100

Joel Barish er niðurbrotinn eftir að hann kemst að því að kærastan hans, Clementine, fór í aðgerð til að láta eyða öllum minningum um hann úr huga sínum. Hann ákveður því að gera það sama. En þegar hann horfir á minningar sínar hverfa áttar hann sig á því að hann elskar hana ennþá, og hugsanlega er hann orðinn of seinn að leiðrétta mistökin.

Aðalleikarar

Jim Carrey er ekki bara grínleikari
Clementine Kruczynski (Kate Winslet) lét þurrka út úr sér allar minningarnar um kærasta sinn Joel Barish (Jim Carrey) og þegar Joel fattar það að Clementine þekkir hann ekki lengur, og fær að vita að hún fór til Dr. Howard Mierzwiak (Tom Wilkinson) til að gera þetta, þá fer Joel líka til hans til að þurrka hana út úr sér svo þegar það er allt ákveðið þá hefst aðgerðin svo að Joel "The original" er sofandi heima hjá sér og þar eru mennirnir Patrick (Elijah Wood) og Stan (Mark Ruffalo) að vinna verkefnið. Á meðan Joel er sofandi í rúminu sínu þá er hann samt inní minningunum hans og þar er allt að hverfa um Clementine en svo þegar hann er kominn með nóg þá reynir hann að flýja frá hennar minningum og fara í meira persónulegri minningar og alveg þangað til að allt er farið um Clementine.

Söguþráðurinn er geeeðveikur og svo þegar um svona mikla snillinga er að ræða þá getur þetta ekki klikkað eins og ég sagði þá náðu þeir allir í heild að vinna og vinna alveg þangað til að það myndi koma út eitt ógleymanlegt meistaraverk.
Michel Gondry leikstjóri gerir stórkostlega hluti í að taka við þessu og breyta því í meistaraverk. Joel Barish er klárlega sá allra besti karakter sem Jim Carrey hefur tekið að sér og hann á svo meira skilið en hrós til að leika þetta eins og meistari. Þegar Jim Carrey fær sín móment þá er hann að segja það að hann getur gert miklu meira en hann sýnir í gríninu en hann er samt flottur þar líka en hann ætti að taka fleiri svona hlutverk að sér.

Söguþráðurinn er mjög viðkvæmur og það gæti ekki hver sem er gert þetta svona vel eins og þeir allir gerðu. Eternal Sunshine of the Spotless Mind fékk nokkra Óskara og slatta af verðlaunum. Svo er best að taka það fram að það er betra að horfa á hana lágmark tvisvar sinnum eða oftar, allavegna það hentaði mér betur.

Joel Karakterinn
Hann er einfari og á eftitt með að ná samböndum við konur útaf feimni en hann hefur alveg átt kærustur. En svo þegar hann var búinn að skola Clementine út þá kynnast þau og þekkjast ekki neitt og svo fara þau aftur að eitthvað að bralla samann.....

Einkunn: 8/10 - "Viðkvæmur söguþráður og mergjaðir leikarar og handritið mjög vel skrifað, sannkallað meistaraverk"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jim Carrey er alvöru leikari°
Ég hef oft horft á þessa mynd og finnst mér hún alltaf jafnskemmtileg og mögnuð. Við þekkjum öll Kate Winslet úr dramatískum myndum og kom það því manni ekki á óvart að hún stæði sig vel. En þetta var í fyrsta sinn sem að ég sá Jim Carrey í alvarlegri mynd og þeir sem eru búnir að merkja hann sem einhæfan leikara sem getur einungis leikið grínhlutverk ættu að sjá þessa mynd og hugsa sinn gang.
Söguþráðurinn í myndinni er örlítið flókinn og má í raun ekki uppljóstra honum í umfjöllun, en ég get sagt að mér finnst hann magnaður og svolídið óhugnalegur ef að hann myndi gerast í raunveruleikanum.

Ég mæli með þessari mynd fyrir fólk sem hefur áhuga á tilraunum og mannfræði. Frábær mynd sem má ekki láta fara framhjá sér!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alger snilld.
Handritið er alveg magnað og ótrúlegt að hægt sé að láta sér detta í hug að skrifa svona handrit.
Jim Carrey er magnaður í sínuhlutverki og sýnir hann það algerlega að hann er afbragðsleikari og getur gert margt annað en bara að gretta sig og fetta.
Eftir að ég hafði tekið þessa mynd á leigu, þá fór ég daginn eftir og keypti mér eintak, þó svo að ég hafi verið nýbúinn að horfa á hana, því ég vissi það að ég ætti eftir að horfa á þessa mörgum sinnum í viðbót.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd frekar ruglingleg og skrýtin að horfa á. Jim Carrey og Kate Winslet standa sig mjög vel í hlutverkum sínum og það var gaman að sjá Jim Carrey í öðruvísi hlutverki. Annars fannst mér myndin bara sæmileg.

En það var gaman að sjá Valdísi 'Oskarsdóttir fá verðlaun frá Bretlandi sem besti klipparinn (myndin var mjög vel klippt).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eternal Sunshine of the Spotless Mind er frábær og mjög vel gerð mynd.Jim Carrey fer á kostum sem Joel Barish,sem kemst að því að kærastan hans,Clementine(Kate Winslet)hefur látið þurrka út úr minni sér allar minningar um Joel og sambandið milli þeirra.Joel getur ekki hætt að hugsa um hana og á endanum fer hann í sams konar aðgerð og Clementine.Á meðan það er verið að þurrka út allar þessar minningar upplifir Joel þær

aftur í svefninum.En að lokum skilur hann að hann vill ekki gleyma Clementine.En það er of seint að hætta við.....

Michel Gondry leikstýrir óaðfinnanlega og Charlie Kaufman er með frábært handrit en þeir gerðu einnig saman Human Nature!

Jim Carrey og Kate Winslet fara á kostum sem Joel og Clementine ásamt nokkrum aukaleikurum,td Elijah Wood,Kirsten Dunst og Mark Ruffalo.Það eina sem kemur í veg fyrir 4 stjörnur er hve söguþráðurinn er ruglingslegur á köflunum svo maður þarf að horfa á myndina að minnsta kosti 5 sinnum til að skilja hana almennilega!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.02.2021

Mikilvægt að stíga út fyrir þægindarammann

„Ég held að ég hafi ákveðið að fara út í kvikmyndabransann þegar ég sá Evil Dead 2 og síðan ákveðið að leggja áherslu á handritaskrifin þegar ég sá Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Tarantino spilar...

20.11.2020

Klikkaðir kvikmyndatitlar: Hefur þú séð Killer Condom?

Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil? Stundum er það einfaldleikinn sjálfur, eitthvað á borð við The Thing eða Alien; titlar sem segja allt sem þarf í einu orði....

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn