Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Out of Time 2003

Frumsýnd: 5. mars 2004

How do you solve a murder when all the evidence points to you.

105 MÍNEnska

Matt Whitlock, lögreglustjórinn í smábænum Banyan Key í Flórída, er skilinn að borði og sæng við eiginkonuna, Alex, sem er í morðdeild lögreglunnar í Miami. Matt hefur átt í ástarsambandi við Ann Merai Harrison, konu sem er farin frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum, Chris, og segist vera með krabbamein. Þegar læknir hennar segir henni af nýrri rándýrri... Lesa meira

Matt Whitlock, lögreglustjórinn í smábænum Banyan Key í Flórída, er skilinn að borði og sæng við eiginkonuna, Alex, sem er í morðdeild lögreglunnar í Miami. Matt hefur átt í ástarsambandi við Ann Merai Harrison, konu sem er farin frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum, Chris, og segist vera með krabbamein. Þegar læknir hennar segir henni af nýrri rándýrri krabbameinsmeðferð, þá ákveður Matt að gefa henni þá nær hálfa milljón Bandaríkjadala sem hann tók í nýlegu eiturlyfjaverkefni. Þegar Ann og eiginmaður hennar eru síðan myrt, nokkrum dögum eftir að Whitlock er settur sem þiggjandi milljón dala líftryggingar, þá fer að hitna undir Whitlock þar sem sönnunargögnin sem eiginkona hans, Alex, hefur aflað, virðast öll benda á hann. Og þegar hlutirnir gátu ekki versnað, þá vill eiturlyfjalögreglan nú fá peningana strax, sem Alex gaf frá sér. Nú þarf hann að finna út hver það var sem sveik hann og endurheimta féð. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Denzel er gríðarlega góður leikari finnst mér en hann er samt ekki upp á sitt besta í þessari mynd en hún kom samt ágætlega út. Denzel er sakaður um að hafa myrt kærustu sína og kærasta hennar en eitthvað dularfullt er á seiði og ætlar Denzel að sanna sakleysi sitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af fáum myndum sem náði virkilega minni athygli, hún er spennandi og plottið er gott. Denzel kallinn klikkar aldrei og stendur sig alltaf jafn vel sama hvaða hlutverk það er virðist vera og mótleikararnir sýna ekki verri frammistöðu í þessari mynd. Denzel leikur lögregluþjón sem er ný skilinn og lendir í mjög vafasömu ástarsambandi en fyrr en varir er hann fastur í snilldar plotti þar sem hann er fórnarlambið og á sér varla viðreisnar von.Það er ekki oft sem myndir ná manni svo vel að maður er farinn að hvetja aðal persónuna áfram í huganum og nánast hrópar upphátt hvað hann eigi að gera og hvert hann eigi að fara. Þetta er mynd sem nær manni alveg frá upphafi til enda.Spennumynd sem vert er að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.05.2012

The Avengers lofar góðu á Blu-Ray

    AUDIO COMMENTARY BY DIRECTOR JOSS WHEDON • MARVEL ONE-SHOT: ITEM 47 • SECOND SCREEN • GAG REEL • DELETED SCENES - Alternate Opening – Maria Hill Interrogation - Extended Scene – Loki & Barton...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn