Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Panic Room 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. júní 2002

It was supposed to be the safest room in the house

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Eftir að Meg Altman skilur við eiginmanninn þá flytur hún ásamt dóttur sinni Sarah í gamaldags hús með einni mjög nútímalegri viðbót: Neyðarherbergi sem er ógjörningur að brjótast inn í, hannað til að veita skjól ef brotist er inn í húsið. Fyrstu nóttina í húsinu þá brjótast þrír þjófar inn í húsið og Meg og Sarah fara beint í neyðarherbergið.... Lesa meira

Eftir að Meg Altman skilur við eiginmanninn þá flytur hún ásamt dóttur sinni Sarah í gamaldags hús með einni mjög nútímalegri viðbót: Neyðarherbergi sem er ógjörningur að brjótast inn í, hannað til að veita skjól ef brotist er inn í húsið. Fyrstu nóttina í húsinu þá brjótast þrír þjófar inn í húsið og Meg og Sarah fara beint í neyðarherbergið. En hinir óboðnu gestir eru að leita að einhverju sem er inni í neyðarherberginu. Til allrar óhamingju er ekki enn búið að tengja beinu línuna í herberginu við lögregluna. Og það sem verra er, Sarah er sykursjúk og í herberginu er enginn sykur ... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Panic room er hress afþreying en skilur lítið eftir sig. David Fincher leikstýrir mjög vel en því miður nær hann ekki að bæta upp fyrir hversu illa Jodie Foster passar í eitt aðalhlutverkið og ef að einhver önnur hefði verið valin í staðinn hefði myndin líklega orðið betri fyrir vikið. Reyndar eru nú samt Forest Whitaker og félagar senuþjófarnir þannig að maður sættir sig bara við arfaslaka frammistöðu Jodie. Myndin byrjar leiðinlega en síðan fer hún smám saman að verða ferskari þó að hún er orðin soldið þunn í lokin sem takmarkar einkunnina við tvær og hálfa stjörnu. Ég get nú ekki neitað því að Panic room er spennandi og grunnhugmyndin er sniðug en hún er ekki nógu vel útfærð. Myndatakan er þó alveg frábær og útlitslega séð sver Panic room sér algjörlega í ætt við myndir David Fincher's. En hér er á ferðinni lítil mynd og ólíkt kröftuga meistaraverkinu Fight club(sami leikstjóri) er Panic room mynd sem ekki á eftir að eldast nógu vel. Semsagt, fín mynd bara ekki sú besta frá Fincher.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Panic room er frá David Fincher leikstjóra Fight club og Se7en(ég hef reyndar ekki séð þær en það verð ég að gera bráðlega).

Velgerð,rosalega spennadi og Jodie Foster er mjög góð sem aðalpersónan og en seinni hlutinn er nokkuð verri en sá fyrri,klisjur í seinni hlutanum.

Leikurinn er mjög góður nema þá hjá Jodie sem er frábær.

Persónusköpunin er heldur ekki góð.

Nýfráskilin móðir(Foster)flytur með unglingsdóttur sinni(Kristin Stewart)í gamalt og mjög fallegt hús en húsið er með svokallað panic room þar sem er einhverskonar neyðar klefi sem byggður er úr stáli og öryggismyndavélar,sími og matur er geymt þar.Íbúar geta flúið þangað inn og verið öryggir ef brotist er inn eða ef þeir eru skíthræddir.

Svo fyrstu nóttina í húsinu er brotist inn og þá getur verið nothæft að hafa klefann því þær eru öruggar þar eða hvað........

Rosalega spennadi tryllir sem maður er ekki rólegur eitt andartak þegar maður horfir á hana.Leigið þessa ef þið viljið vera hrædd og ekki er amalegt að leigja House of wax sem nýja þó að hún sé ekki beint meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góður spennutryllir eftir David Fincher sem hefur fært okkur góða spennutryllira eins og Alien 3, Fight Club og Seven. Jodie Foster (Silence of the lambs) leikur konu sem flytur inn í stórt og drungalegt hús með dóttur sinni. Þau vita ekki að í sérstöku herbergi sem heitir Panic Room eða neyðarherbergi er falinn væn fúlga af peningum. En fyrstu nóttina koma innbrotspjófar í leit að peningunum og Foster og stelpan þurfa að verjast þessum gaurum. Forest Whitaker leikur einn af innbrotsþjófunum sem er reyndar góður innbrotsþjófur. Ég vona að Fincher haldi áfram með spennutryllirana og mér finnst hann alveg vera hæfur til að ger hrollvekju.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg góður tryllir með Jodie Foster og Forest Whitaker.Jodie Foster og önnur ung leikkona eru að finna hús og þau flytja yfir í gamalt stórt hús. Þar er herbergi með fölnum pening sem þau vita ekki af. Þau flytja í þetta hús en fyrstu nóttina koma innbrotsþjófar í leit að peningnum. David fincher er ekki svo góður leikstjóri en leikurinn í þessari mynd er svo góður að hann yfirgnæfir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín spennumynd með Jodie Foster sem sínir góðan leik í myndinni.

Ég mæli með Panic room ef maður er hrifinn af sálfræðispennumynd

af best gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.10.2016

Nýtt í bíó - Inferno

Spennutryllirinn og ráðgátan Inferno verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 14. október, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Tom Hanks mætir nú í þriðja skiptið til leik...

31.05.2013

Whitaker mun hugsanlega leika Martin Luther King

Bandaríski leikarinn Forest Whitaker er í viðræðum við framleiðendur kvikmyndarinnar Memphins, sem er kvikmynd í burðarliðnum um síðustu daga Martin Luther King. Whitaker hefur leikið í stórmyndum á borð við Platoon,...

31.05.2012

Ævintýralega máttlaus Mjallhvít

Þegar ég sé Kristen Stewart kemur oftast eitt af þrennu upp í hugann; hvatvísa, sálarlausa tíkin hún Bella Swan, leikkonan sem sýndi flotta takta í Adventureland og The Runaways eða drengjalega stelpan úr Panic Room. Áður e...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn