Náðu í appið
Zoolander

Zoolander (2001)

"3% Body Fat. 1% Brain Activity."

1 klst 30 mín2001

Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir.

Rotten Tomatoes64%
Metacritic61
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum því gífurleg vonbrigði þegar stjarna hins unga og ljóshærða módels, Hansel, fer að skína skærar en hans eigin. En það er eingöngu upphafið á heldur ömurlegu ferli fyrir Zoolander, því CIA-útsendarinn Jeffries lætur heilaþvo hann og hyggst síðan láta hann myrða forseta Malasíu! Zoolander er algjörlega ómeðvitaður um þetta og reynir eftir fremsta megni að komast á toppinn í fyrirsætubransanum á ný. En hin nýja þrá sem blundar í brjósti hans leiðir hann í hverjar ógöngurnar af fætur annarri og á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Village Roadshow PicturesUS
VH1 FilmsUS
NPV EntertainmentUS
Scott Rudin ProductionsUS
Red HourUS

Frægir textar

"Derek: Maybe there's more to life than being really really rediculously good looking. "

Gagnrýni notenda (18)

Snargeggjuð og æðislega fyndin

★★★★★

Zoolander er án efa besta grínmynd Owen Wilsons, Will Ferrell og Ben Stiller. Hún lætur mann hlæja aftur og aftur af vitleysunni í þeim. Hún fjallar um Derek Zoolander (Ben Stiller) sem að...

★★★★★

Ég sá Zoolander fyrst í flugvél í sumar og sá hana svo núna aftur um helgina.í annað skipti var hún verri en mig minnti en þó voru nokkur atriði sem ég hafði ekki tekið eftir eins og t...

Drepfyndin mynd sem sýnir hvað fyrirsætur eru leiðinlegar (ekki móðgast ef þú ert fyrirsæta). Derek Zoolander (Ben Stiller,There's Something about Mary,Cable Guy) er fyrirsæta sem er á nið...

★★★☆☆

Fremur slöpp mynd að flestu leyti. Það er þó eitt atriði sem dregur myndina upp úr skítnum og það er bensínslagurinn, snemma í myndinni. Snilldaratriði. Meira að segja fyndnara en gubb-...

★★★★★

Alls ekki besta mynd Ben Stillers. Lélegur söguþráður maður geispar bara þegar maður horfir á þessa mynd maður getur flissað af og til. Ben Stiller leikur þarna algjöran FÁVITA! Lél...

Zoolander er fjölskyldu myndin hans Ben Stillers. Ekki fjölskyldu mynd í sömu merkingu og Disney myndir heldur eru allir nánustu ættingjar hans í myndinni. Ben sjálfur er í aðalhlutverkinu s...

Ótrúlega fyndin mynd. Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem fyrirsæturnar. Þetta er ein af fyndnustu myndum ársins. Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa snilldar rugl ræmu, drífið...

★★★★☆

Þetta var nú meira ruglið. Það er nú samt hægt að hlæja yfir henni. Svona típísk ruglmynd, mjög skemmtileg. Mæli með henni. Ekki beint mynd sem á óskarinn skilið eða eitthvað svolei...

Ekkert tískuslys svosem

★★★☆☆

Fíflalæti geta verið skemmtileg, og Ben Stiller er einn af mörgum grínistum sem sýnir fram á það. Zoolander er ansi blandaður pakki. Stundum er hún algjör snilld, stundum vandræðaleg og ...

Ben Stiller hefur sóað hæfileikum sínum í þessari rosalegri kvikmynd fulla af lélegum toilet húmor þar sem hann notar margar stjörnur. The Cable Guy var miklu betri en Stiller veit að ef h...

Hún er ekkert sérlega góð, en hún er svosem ekkert sérlega slæm heldur. Það er synd að slíkur hæfileikamaður sem Ben Stiller er, sé að sóa þeim hæfileikum í svona aulahúmor. Þegar...

Sæmilegasta grínmynd og hin ágætasta afþreying. Fór á hana með engar væntingar og kom sáttur út, þó svo að það hafi líklega ekki verið nein nauðsyn að sjá þessa mynd í bíó þa...

Fín kolruggluð gamanmynd með aulahúmor af bestu gerð. Stiller er í essinu sínu og sumir( með ekki alveg eins húmor og ég) grétu af hlátri. En ég hló ekki alveg jafn mikið en fannst hún...