Náðu í appið
Bönnuð innan 10 ára

Pay It Forward 2000

Frumsýnd: 11. apríl 2001

Three imperfect people. One perfect idea. / Like some other kids, 12-year-old Trevor McKinney believed in the goodness of human nature. Like many other kids, he was determined to change the world for the better. Unlike most other kids, he succeeded.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Hinn ungi Trevor McKinney, sem er ósáttur við alkóhólisma móður sinnar og óttast ofbeldisfullan föður sinn sem er aldrei heima, fær forvitnilegt verkefni hjá félagsfræðikennara sínum, Hr. Simonet. Verkefnið er þetta: hugsaðu þér eitthvað sem breytir heiminum og komdu því svo í framkvæmd. Hugmynd Trevor er að breyta ekki aðeins eigin lífi, móður sinnar... Lesa meira

Hinn ungi Trevor McKinney, sem er ósáttur við alkóhólisma móður sinnar og óttast ofbeldisfullan föður sinn sem er aldrei heima, fær forvitnilegt verkefni hjá félagsfræðikennara sínum, Hr. Simonet. Verkefnið er þetta: hugsaðu þér eitthvað sem breytir heiminum og komdu því svo í framkvæmd. Hugmynd Trevor er að breyta ekki aðeins eigin lífi, móður sinnar og kennara síns sem er bæði tilinningalega og líkamlega særður, heldur hjá sístækkandi hópi fólks sem hann þekkir ekki. Þetta gerir hann með því að gera góðverk fyrir þrjá, sem svo eiga að gera sjálfir góðverk fyrir aðra og svo framvegis. ... minna

Aðalleikarar


Mjög góð hugmynd liggur af baki þessari sögumynd, en því miður tekst hvorki Kevin Spacey né Helen Hunt að bjarga ótrúlega klisjukenndu og hreinlega óáhugaverðu handriti. Það eiga allir að svo bágt í þessari mynd að ég gat ekki annað en flissað. Ekki nóg að kvenpersónan sé einstæð móðir sem vinnur á einhverskonar strip búllu, heldur þarf hún líka að hafa átt ömurlegan eiginmann (Bon Jovi að leika sjáfan sig?) og bilaðan bíl í bílskúrnum. (Auk þess á hún enn meira bágt, en það væri spoiler að segja frá því). Ég mæli með að þið bíðið eftir því að Stöð 2 taki þessa mynd til sýninga... hún er ekki 700Kr. virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pay It Forward er hádramatísk mynd fyrir alla aldurshópa. Strákur (Haley Joel Osment,The Sixth Sense,Artificial Intelligence) á að vinna í verkefni í skólanum hjá kennaranum sínum (Kevin Spacey,American Beauty,Seven,The Usual Suspects) en verkefnið fjallar um að hjálpa einhverju fólki. Aðrir krakkar hafa heimskulegar hugmyndir en strákurinn fær góða og einfalda hugmynd. Hann finnur eyturlyfjaneytanda og róna (James Caviezel,Series 7:Contenders,Angel Eyes,High Crimes) og hjálpar honum og hann hjálpar einhverjum öðrum,o.s.frv. Svo breyðist þetta út allsstaðar og kennarin verður ástfanginn af fyllibittu mömmu hans (Helen Hunt,As Good As It Gets,What Women Want).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir allan stjörnuskaran í þessari mynd er hún MJÖG klisjukennd og hreint hallærislega á köflum. Þó að hugmyndin að myndini sé heillandi er hún tæpast efni í annað en í fletti rekann. Myndin átti að raka inn óskarsverlaunum en gerði ekki annað prumpa á sig. Beint í ruslið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins lét ég verða að því að taka þessa mynd á leigu og ég sé ekki eftir þeim peningum því að Play it Forward er virkilega hugljúf og einfaldlega mögnuð mynd um 11 ára gamlan strák leikin Haley Joel Osment sem fær þá flugu í höfuðið að hugsanlega sé hægt að breyta heiminum með einni einfaldri hugmynd sem byggist á því að gera einhverjum stóran greiða sem síðan endurgreiðir það með því að gera einhverjum 3 öðrum persónum stóran greiða og hann reynir einmitt að gera móður sinni, leikin af Helen Hunt, greiða með því að koma henni saman við kennarann sinn sem leikinn er af Kevin Spacey og þau Spacey og Hunt fara alveg á kostum og það er líka gaman að sjá gömlu kynbombuna Angie Dickinson í litlu hlutverki sem amma stráksins og ég get líka stoltur sagt frá því að ég fékk kökk í hálsinn og táraðist á tveimur stöðum í seinni hluta myndarinnar, svo magnþrungin er hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pay it forward. Mynd sem engin ætti að láta frámhjá sér fara þetta er frábær mynd með Helen Hunt (What Women Want, As Good as it Gets, Cast Away), Kevin Spacey (American Beauty) og Haley Joel Osment (The Sixth Sense) Þessir leikara voru æðisleg eins og Haley Joel Osment ungur leikari sem á sér framtíð í Hollywood hann á Óskarinn skilið alveg eins og Helen Hunt og Kevin Space. Myndin er um að Það er strákur sem á erfitt með því að treysta mömmu sinni því að hún á við drykkjuvandamál að stríða. Hann á erfiðum tíma og kennarinn í féglagsfræðinni sagði þeim að fara og finna eitthvað upp til að gera heiminn betri. Ekki láta þessa mmynd fara frámhjá ykkur. Hún kom mér alveg á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.06.2001

Nýjasta mynd Kevin Spacey

Kevin Spacey ( The Usual Suspects , Pay it forward ) er nú að leika í nýrri mynd sem nefnist K-Pax og er Universal að treysta á hana sem haustsmellinn sinn í ár. Myndin, sem leikstýrt verður af Iain Softley, fjallar um mann sem heit...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn