Náðu í appið
Öllum leyfð

Dune 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You are about to enter a world where the unexpected, the unknown, and the unbelievable meet.

137 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Sagan gerist í fjarlægu stjörnukerfi í framtíðinni, nánar tiltekið árið 10.191. Arrakis er eyðipláneta og eina uppspretta Melange, sem er mikilvægt lyf notað af the Guild Navigators til að ferðast á milli stjörnukerfa. Tvær fjölskyldur sem eiga í samkeppni, the Atreides og the Harkonnens, berjast um yfirráð yfir námuvinnslu á Melange á Arrakis. Þegar faðirinn... Lesa meira

Sagan gerist í fjarlægu stjörnukerfi í framtíðinni, nánar tiltekið árið 10.191. Arrakis er eyðipláneta og eina uppspretta Melange, sem er mikilvægt lyf notað af the Guild Navigators til að ferðast á milli stjörnukerfa. Tvær fjölskyldur sem eiga í samkeppni, the Atreides og the Harkonnens, berjast um yfirráð yfir námuvinnslu á Melange á Arrakis. Þegar faðirinn Duke Leto Atreides er ráðinn af dögum af hinum illa barón Harkonnen, þá flýja sonur Leto, Paul, og móðir Paul, Lady Jessica, lengst inn í eyðimörkina og kynnast þar Fremen, sem eru innfæddir íbúar Arrakis. Vegna áhrifa Melange, þá kemst Paul að því að hann býr yfir ofurkröftum og getur séð inn í framtíðina. Paul sameinar Freman fólkið, býr til herflokk og leiðir hann í bardaga gegn barón Harkonnen og hinum spillta keisara Padishah Shaddam IV, sem er í bandalagi með Harkonnen fjölskyldunni. Hann er ákveðinn í að hefna föður síns og frelsa Arrakis og íbúa hennar frá keisaranum og uppfylla örlög sín.... minna

Aðalleikarar


Þetta er einfaldlega versta mynd sem gerð hefur verið! Það er mjög skrítið að fólk finnst þessi mynd vera góð. Þessi mynd er svo langdregin að það er ekki fyndið, ég get ekki hugsað mér hvernig það sé að horfa á lengri útgáfuna af þessari mynd sem í í 190 mínútur. Ég hef bara séð tvær Lynch myndir og þær eru The Straight Story(þrjár og hálf stjarna) og Dune(engin stjarna). Ég mæli alls ekki með þessari mynd fyrir þeim sem hafa ekki séð hana og þessi mynd ætti að vera með miklu lægri einkunn inná þessari síðu. Líka inná IMDb.


VERSTA MYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Merkileg mynd sem má að mati margra telja eina af klassísku vísindaskáldskapsmyndunum í hópi með Star Wars og fleirum. Eins og flestar myndir David Lynch þarf maður að hafa sig allan við til að ná söguþræðinum algerlega en ef maður gerir það verðlaunar myndin mann líka á móti. Handritið er byggt á bók Frank Herberts og segja fróðir menn mér að hún nái aðeins að skafa yfirborðið á því sem gerist í bókinni en enga að síður er atburðarásin mögnuð og leikstjóranum tekst að gera úr þessu epíska mynd sem heldur athygli manns frá upphafi til enda. Í stuttu máli gengur þetta út á að á plánetunni Arakkis, eða Dune eins og hún er einnig kölluð sökum þess að hún er svo til ein stór eyðimörk, er að finna efni sem kallast spice og er nauðsynlegt í geimferðalögum. Tvær aðalsættir, Atreides og Harkkonen, berjast um yfirráð yfir henni. Á plánetunni djúpt í eyðimörkinni býr líka dularfullt fólk sem kallast Fremen og þeir slást líka í leikinn á óvæntan hátt. Tæknibrellur eru ansi góðar miðað við hvenær myndin er gerð. Leikarar eru undantekningarlaust góðir og það má sjá mörg fræg andlit. Allir sem hafa áhuga á sci-fi myndum og hafa ekki séð þessa ættu að lagfæra það hið snarasta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.04.2024

Ofdekraður kisi vinsælastur

Kötturinn Beggi sló í gegn í bíó um síðustu helgi en kvikmyndin um hann, 10 líf, fór rakleitt ný á lista beint á topp íslenska aðsóknarlistans. Rúmlega þúsund manns börðu myndina augum um helgina. Í ...

08.04.2024

Djöfulleg aðsókn - 666 gestir mættu

Eins og flestum er kunnugt er talan 666 best þekkt sem númer djöfulsins (e. The Number of the Beast). Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen se...

25.03.2024

Þriðja vika Po á toppinum - Draugabanar efstir í Bandaríkjunum

Þriðju vikuna í röð er kínverski pandabjörninn Po í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. 2.800 manns komu í bíó að sjá myndina um helgina og tekjur voru 4,5 milljónir króna. Í öðru sæti var vísindaskál...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn