Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Lock Stock and Two Smoking Barrels 1998

(Lock Stock and Two Smoking Barrels)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. mars 1999

A Disgrace to Criminals Everywhere. / They lost half a million at cards but they've still got a few tricks up their sleeve

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 66
/100
Vann áhorfendaverðlaun á BAFTA. Tilnefnd til tveggja BAFTA verðlauna, fyrir klippingu og Alexander Korda Award Vísbending #2 Orðið sem þú leitar að inniheldur tvö "E." Næsta skref er bíómynd þar sem Jude Law sló sér upp með Natalie Portman. Og líka Juli

Fjórir fjárhættuspilarar lenda í því að skulda harðjaxli úr East End fullt af peningum, eftir að þeir eru prettaðir í fjárhættuspili. Félagarnir ákveða að láta þetta ekki yfir sig ganga, en ruglingurinn byrjar fyrir alvöru þegar tvær gamlar haglabyssur, sem tilheyra allt öðru máli, týnast.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Alltílæ mynd. Ekki eins góð og Snatch(sami leikstjóri) en ágætis skemmtun. Það sem mér finnst vanta í þessa mynd Lock stock & 2 smoking barrels er allt almennilegt púður sem hefði getað gert hana miklu betri. Ég verð þó að hrósa þessari mynd fyrir skemmtilega leikara sem koma reglulega með hnyttin samtöl en þó kemur það fyrir að manni finnst eins og þetta hefði getað orðið fyndnara. Það lítur út fyrir að handritið hafi verið skrifað í flýti. Leikarar á borð við Jason Statham, Dexter Fletcher og Vinnie Jones ná engu að síður að bjarga talsverðu en bestur er samt Vas Blackwood sem hinn skemmtilega klikkaði Rory Breaker. Sting er þarna líka og þó hann sé frábær tónlistarmaður þá er hann ekki mjög góður leikari. Ég er ekki nærri því eins hrifinn af þessari mynd og margir aðrir virðast vera og finnst mér hún jafnvel þynnast talsvert seinni partinn og mínusa ég hálfa stjörnu fyrir það eitt, annars hefði ég gefið henni tvær og hálfa. Lock stock...er þokkaleg svona en mér finnst nú Snatch samt betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guy Ritchie, ég tilbið þig! Þessi mynd er ein fyndnasta, snjallasta, best gerða mynd sem hefur komið út!!!

Myndatakan er mjög góð og fagmannlega unnin, handritið og samtölin eru mjög vel skrifuð og leikararnir stands sig alveg stórvel!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svokölluð krimmamynd sem snýst um að Eddy tapar 500000 pundum í veðmáli við einn versta krimma Bretlandseyja. En senuþjófurinn er Vinnie Jones gamall fótboltaleikmaður sem vann m.a FA Cup 1988 en hann leikur handrukkara af stakri snilld. Jones fékk m.a Bresku Nýliða verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. En það sem flestir vita ekki er að það var næstum hætt við að gera myndina vegna peningaskorts... SNILLD
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem að bíður Hollywood-soranum algjörlega byrginn og ber sigur hvað varðar leik, söguþráð og bara kvikmyndagerð yfirleitt. Myndin fjallar um fjóra félaga sem hyggjast gerast ríkir með því að fara og spila með 100000£ í póker þar sem einn þeirra er mikill sérfræðingur í því spili. Hann fer og ekki bara tapar hann öllu heldur stendur hann uppi með 500000£ í skuld við einn versta krimma bæjarins sem hefur það á orðspori sínu að hafa lamið mann til óbóta með 15 sentímetra löngu, svörtu gúmmítyppi. Þeir bregða þá á það ráð að ræna maríújanaræktendur sem að vinna fyrir ekki skárri krimma en jamaískan eiturlyfjabarón sem að kveikir í köllum sem að leyfa honum ekki að glápa á fótboltann. Inn í þetta blandast svo nágrannar félaganna fjögurra sem ætla að gera það sama og þeir, að ræna maríjúana kallana, ólukkusamur stöðumælavörður, tvær verðmætar tvíhlaupa haglabyssur, feitu klunnarnir sem fengnir eru til að ræna þeim, Bren-hríðskotabyssa, harðhentur handrukkari Vinnie Jones frv. Wimbledon- leikmaður og sonur hans. Hrein skemmtun út í gegn, frábær kvikmyndagerð. Vel hægt að líkja víð Pulp Fiction.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd frá Guy Ritchie sem hjálpaði honum að komast á kortið. Það er rosalega flott myndataka, hröð atriði og flott klipping. Svo skemmir brezki hreymurinn ekki fyrir :-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.10.2016

Vilja leikna Aladdin frá Guy Ritchie

Breski Lock Stock and Two Smoking Barrels og Sherlock Holmes leikstjórinn Guy Ritchie á í viðræðum við Disney um að leikstýra leikinni útgáfu af Aladdin teiknimyndinni frá árinu 1992. John August skrifar handrit my...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn