Ég bjóst við að þetta væri sama Bruce Willis klisjan, skjóta út í loftið og svoleiðis en þetta reyndist vera hressandi spennumynd með stráknum sem leikur í Apollo 13. Ég hélt að hann...
Mercury Rising (1998)
"The boy no one could reach. The code no one could crack. The agent no one could stop."
Fyrrverandi alríkislögreglumaður, sem var rekinn úr löggunni, er ráðinn til að vernda níu ára gamlan einhverfan dreng sem leigumorðingjar hundelta, eftir að hann leysti háleynilegan...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Fyrrverandi alríkislögreglumaður, sem var rekinn úr löggunni, er ráðinn til að vernda níu ára gamlan einhverfan dreng sem leigumorðingjar hundelta, eftir að hann leysti háleynilegan opinberan kóða. NSA stofnunin bandaríska hefur þróað óbrjótanlegan kóða sem hún kallar Mercury. Til að prófa kóðann sendir stofnunin út prófun í þrauta-tímariti,til að sjá hvort að einhver geti leyst kóðann. Simon Lynch er einhverfur drengur sem hefur ástríðu fyrir gátum og þrautum. Hann sér þessa gátu, leysir hana og hringir í NSA. Mennirnir sem taka við símtalinu fá áhyggjur og hringja í yfirmann sinn, Kudrow, og segja honum hvað hafi gerst. Kudrow fær áhyggjur af málinu ef þetta fer úr böndunum og hringir í NSA og gefur skipun um að það þurfi að drepa Simon. Mennirnir sem hann sendi myrða foreldra Simon en finna ekki Simon sjálfan og láta sig hverfa þegar lögreglan mætir á staðinn. Lögreglan hringir í alríkislögregluna FBI, og biður hana um að senda einhvern til að taka skýrslu af Simon, sem nú er týndur. Maðurinn sem er sendur í þetta verkefni er Art Jeffries og hann er ekkert endilega samvinnuþýður við FBI vegna atviks sem gerðist nýlega, og er ekki í lagi vegna atviksins. Art finnur Simon sem er í felum og fer með hann á spítala. Á meðan þeir eru þar þá kemur leigumorðingi sem reynir aftur að drepa Simon, en Art bjargar honum og þeir leggja á flótta.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda (3)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráGóð spennumynd með töffaranum Bruce Willis (Die hard myndirnar). Ronald Reagan gerði á sínum tíma dulmál fyrir ameríska njósnara sem eru að njósna í öðrum löndum t.d einhver amerísku...
Það er sagt um mynd þessa á hulstrinu að þetta sé besta mynd Bruce Willis til þessa. Ég er nú ekki alveg sammála því. Mér fannst hún t.d. ekki betri en Die Hard myndirnar. Hún fjallar ...
Framleiðendur


Verðlaun
Bruce Willis fékk Razzie verðlaunin fyrir versta leik í aðalhlutverki, en strákurinn fékk Young Artist Award fyrir bestan leik ungs leikara í kvikmynd.




















