Náðu í appið

I Want to be Weird 2015

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. september 2015

75 MÍNEnska
Myndin er tilnefnd sem besta norræna heimildamyndin á hinni virtu hátíð Nordisk Panorama 2015.

Kitty Von-Sometime er bresk listakona sem hefur verið búsett á Íslandi í átta ár. Hún er hvað þekktust fyrir ‘The Weird Girls Project’, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Kitty fær hóp kvenna með sér í hvern þátt en markmið verkanna er meðal annars... Lesa meira

Kitty Von-Sometime er bresk listakona sem hefur verið búsett á Íslandi í átta ár. Hún er hvað þekktust fyrir ‘The Weird Girls Project’, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Kitty fær hóp kvenna með sér í hvern þátt en markmið verkanna er meðal annars að styrkja sjálfstraust og líkamsímynd kvenna og hvetja þær til að sleppa framan af sér beislinu. Heimildamyndin fylgir eftir Kitty í daglegu lífi og við vinnu á verkum sínum. Konurnar eru margar í lífi Kittyar, þær veita henni innblástur og verk hennar efla þær og styrkja á ólíkan máta. Útkoman er einstök.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn