Kennarar í slag eftir skóla

Það er nokkuð óvenjuleg hugmynd að gera gamanmynd um tvo kennara í slagsmálum, upp á líf og dauða að því er maður gæti haldið, úti á skólalóð að skóladegi loknum, en þetta er einmitt söguþráðurinn í myndinni Fist Fight, eða Barist með berum hnefum, í lauslegri þýðingu, þó að svo virðist sem meira en bara hnefarnir verði notaðir í slagnum …

Ice+Cube+Fist+Fight

Ice Cube og Charlie Day leika kennarana, en persóna Ice Cube skorar á persónu Day, eftir að hann grunar að hann ætli að láta reka hann.

Leikstjóri Fist Fight er Richie Keen.

„Ég ætla að slást við þig … og ég vil að allir horfi á,“ tilkynnir Cube, en Day segir að kennarar sláist ekki. Cube lætur sér ekki segjast, og nú byrja þeir og allur skólinn að búa sig undir slaginn mikla.

Þegar hinn örvæntingafulli Day grípur til þess ráðs að hringja á Neyðarlínuna, þá gerir fulltrúinn þar bara grín að honum og segir honum að girða sig í brók: „Þú ert fullorðinn maður; farðu nú og láttu rasskella þig.“

Myndin verður frumsýnd 17. febrúar nk.

Kíktu á fyrstu stiklu hér fyrir neðan: