Gengur yfir brú – Fyrsta plakat úr Snjór og Salóme

Fyrsta plakatið fyrir íslensku kvikmyndina Snjór og Salóme var birt í dag á Facebook síðu myndarinnar. Á plakatinu, sem hannað er og teiknað af Atla Sigursveinssyni, sem gerði einnig plakat myndarinnar Webcam, sem er eftir sama leikstjóra og Snjór og Salóme, Sigurð Anton Friðþjófsson, sjáum við helstu persónur myndarinnar, og aðalpersónuna að ganga yfir brú með Reykjavík í bakgrunni.

Myndin fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langvarandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju, og hún flytur inn.

Með helstu hlutverk fara Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson.

Snjór og Salóme kemur í bíó 18. nóvember nk.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

snjór og salóme