Nýtt í bíó – Don´t Breathe!

Sena frumsýnir spennutryllinn Don’t Breathe á föstudaginn næsta, þann 16. september í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.

Sjáðu íslenska auglýsingu fyrir myndina hér fyrir neðan:

Rocky er ung kona sem þráir betra líf fyrir sig og systur sína. Hún samþykkir að taka þátt í innbroti með kærastanum, Money, og vini þeirra, Alex, og ræna hús í eigu blinds manns. Þegar þau komast að því að blindi maðurinn er ekki allur þar sem hann er séður verða þau að finna leið út úr húsinu, annars er voðinn vís.

dont breathe

Leikstjóri: Fede Alvarez
Leikarar: Jane Levy, Dylan Minnette, Stephen Lang

Stranglega bönnuð innan 16.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Stephen Lang sem leikur gamla manninn er auðvitað ekki blindur í raun en til að gera leik hans raunverulegri notaði hann sérstakar linsur við gerð myndarinnar sem byrgðu honum að mestu sýn. Hinir aðalleikararnir í myndinni notuðu einnig slíkar linsur í atriðunum sem eiga að gerast í myrkri. Þótt áhorfendur sjái vel hvað er um að vera sáu leikararnir nánast ekkert frá sér í þeim atriðum.

– Leikstjórinn Fede Alvarez, handritshöfundurinn Rodo Sayagues, framleiðendurnir Sam Raimi og Rob Tapert, tónskáldið Roque Baños og leikkonan Jane Levy störfuðu einnig saman að gerð myndarinnar Evil Dead sem frumsýnd var 2013

poster dont