Nýtt í bíó – Angry Birds bíómyndin

Angry Birds bíómyndin verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 11. maí í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

angry 2

Kvikmyndin um fiðurféð ergilega gerði garðinn upphaflega frægan í tölvuleiknum Angry Birds og nú fá áhorfendur loksins að vita hvers vegna fuglarnir eru alltaf svona reiðir!

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.

Á ósnortinni eyju úti á hafi hafast við ófleygir fuglar. Fuglarnir eru hamingjusamir í paradís sinni og vita ekkert af umheiminum handan hafsins. Dagarnir eru áhyggjulausir og fuglarnir eyða þeim í að hugsa um eggin sín í rólegheitunum. Aðalsögupersónur myndarinnar, Rauður, Toggi og Bombi, eru furðufuglarnir í hópnum. Rauður hefur verið skikkaður til að sækja skapofsameðferð þar sem hann á til að rjúka upp í skapinu, Toggi er ofvirkur, hreyfir sig hratt og er með sífellda munnræpu en Bombi þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem veldur því að hann springur öðru hverju og verður því að búa í sprengjubyrgi.

angryLífið leikur við fuglana þar til dag einn, þegar undarlegir grænir grísir flytja á eyjuna. Grísirnir eru fyndnir og skemmtilegir og vingast fljótlega við fuglana. Fuglinn Rauður grunar þó grísina um gæsku og kemur það á hlut utangarðsfuglanna þriggja að komast að því hvað sé í vændum.

Aðalleikarar:

Orri Huginn Ágústsson, Guðjón Davíð Karlsson, Albert Halldórsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Stefán Karl Stefánsson, Ævar Þór Benediktsson, Steinn Ármann Magnússon, Ari Eldjárn, Arnar Freyr Frostason, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir o.fl.