Borgarnes iðandi af listalífi

Fluxus Design Tribe hefur hafið söfnun fyrir eftirvinnslu, fjölföldun og dreifingu nýrrar íslenskrar heimildarmyndar um list í Borgarnesi.

listEinn aðstandanda verkefnisins, Michelle Bird, sagði í stuttu spjalli við Kvikmyndir.is að þau væru mjög spennt fyrir þessu verkefni; „Sérstaklega af því að það mun allt iða af lífi í Borgarnesi nú í sumar, með Brákarhátíð, sumar listahátíð og Plan B,“ sagði Bird.

Á vefsíðu verkefnisins á Karolina Fund segir að stuttmyndin dragi fram þýðingu listar á landsbyggðinni. „Markmiðið er að sýna mikilvægi listar í litlum samfélögum. Íbúar í Borgarnesi segja okkur af hverju þeir þarfnast listarinnar og hvaða drauma þeir hafa fyrir framtíðina.“

borgarnes

Allir hlutar myndarinnar voru teknir upp í Borgarnesi og nágrenni.

Fyrir þá sem vilja leggja verkefninu lið má smella hér og fara inn á söfnunarsíðu verkefnisins á Karolina fund, hópfjármögnunarsíðunni. 

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: