Nýtt í bíó – The Hateful Eight!

Áttunda kvikmynd bandaríska leikstjórans Quentin Tarantino, The Hateful Eight, verður frumsýnd miðvikudaginn 6. janúar nk. í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.

The Hateful Eight er tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna, fyrir leikstjórn og tónlist. Myndin gerist í Wyoming eftir borgarastríðið þar sem hausaveiðarar reyna að finna skjól í ofsafengnum snjóstormi en flækjast inn í atburðarás sem er lituð af svikum og blekkingum. Geta þeir lifað af?

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Sagan gerist 12 árum eftir bandaríska þrælastríðið, og við fylgjumst með hestvagni skrölta í gegnum Wyoming fylki að vetrarlagi. Farþegar vagnsins, mannaveiðarinn John Ruth, sem Kurt Russell leikur, og flóttamaðurinn Daisy Domergue, sem Jennifer Jason Leigh leikur, aka í átt að bænum Red Rock, þar sem Ruth, sem þekkt er á þessum slóðum sem „The Hangman“, á að framfylgja dómi yfir Domergue. Þau villast í stormi, og leita skjóls í Minnie´s Haberdashery, sem er vegasjoppa við fjallaveg.

samuel

Þegar stormurinn nær að sjoppunni, þá átta áttmenningarnir sig á því að þeir komast hugsanlega aldrei til Red Rock.

Myndin hefur verið að fá flotta dóma hér á landi og erlendis:

„Þú hefur aldrei séð vestra eins og The Hateful Eight!“
– Ennio Morricone

***** „…beitt, grípandi og stórskemmtileg! Þarna þekki ég þig, Quentin!“
T.V. – Bíóvefurinn

**** „Ein besta mynd ársins!“
Richard Roeper, Chicago Sun-Times

**** „Besta mynd ársins? Já.“
Reelviews.net

**** „The Hateful Eight er djöfullega góð!“
Globe and Mail

**** „Í The Hateful Eight nýtir Tarantino sér allt það sem hann er þekktastur fyrir. “
USA Today

**** „The Hateful Eight er stórkostleg saga, þrungin af merkingu og samfélagslegri og pólitískri ádeilu.“
Toronto Sun

**** „The Hateful Eight er næstum þriggja tíma mynd sem er skemmtileg frá upphafi til enda. “
San Francisco Chronicle

poster

Áhugaverðir punktar til gamans:

– The Hateful Eight var forsýnd í nokkrum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum í desember og hefur vægast sagt fengið frábæra dóma þeirra sem séð hafa. Þegar þetta er skrifað (fyrir jól) hefur hún þegar hlotið gagnrýnendaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir handritið og leik Jennifer Jason Leigh og er nú tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í sömu flokkum auk tónlistarinnar sem er eftir Ennio Morricone. Þess má geta að við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í gerð The Hateful Eight því Heba Þórisdóttir fór fyrir förðunarteymi myndarinnar eins og hún gerði reyndar einnig í Django Unchained, Inglourious Basterds og Kill Bill.

– The Hateful Eight er sjötta myndin sem Samuel L. Jackson leikur í fyrir Tarantino og sú þriðja fyrir þá Tim Roth og Michael Madsen. Þetta er samt í fyrsta sinn sem þeir þrír leika allir í sömu Tarantino-myndinni.

– Quentin Tarantino hefur sagt að The Hateful Eight sé gerð undir áhrifum
sjónvarpsvestranna Bonanza (1959), The Virginian (1962) og The High
Chaparral (1967) auk Johns Carpenter-myndarinnar The Thing frá árinu
1982, en í henni fór Kurt Russell einmitt með aðalhlutverkið.