Fuck tha Police rapparar á toppnum

Hin ævisögulega Straight Outta Compton var vinsælasta bíómyndin á Íslandi um helgina, en hún var frumsýnd í síðustu viku hér á landi. Myndin hefur verið í þrjár vikur í röð á toppi bandaríska listans.

Myndin fjallar um rapphljómsveitina úr Compton hverfinu í Los Angeles, NWA, sem gerði meðal annars lagið Fuck the Police frægt.

straight outta

Í öðru sæti listans er einnig ný mynd, The Man from U.N.C.L.E., en það er njósna-gaman-spennumynd eftir Guy Ritchie með gamansömum undirtóni. Þriðja sætið vermir svo toppmynd síðustu viku, grínmyndin Vacation. 

Ein önnur ný mynd er á listanum, hin djarfa Love, sem er bönnuð innan 18 ára og sýnd í Bíó Paradís.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice

asf

asdf