New York Times lofar Hrúta

Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar sem frumsýnd var á Cannes kvikmyndahátíðinni, er ein af þeim myndum sem greinarhöfundur bandaríska dagblaðsins The New York Times nefnir sem mynd sem hefur heillað gagnrýnendur á hátíðinni. Höfundurinn, Manohla Dargis, segir að gagnrýnendur vilji láta koma sér á óvart í Cannes, og hafi kvartað yfir því að ekki hafi verið of mikið af slíku þetta árið: “ ….en þetta fer mikið eftir því hvar þú hefur leitað, og utan aðalkeppninnar ( Hrútar taka þátt í Un Certain Regard keppninni ) hafa gefist tækifæri til að sjá áhugaverðar myndir frá ýmsum heimshornum, þar á meðal tvær dýramyndir: mynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, saga af tveimur fjárhirðum á Íslandi, sem er bæði fyndin og sorgleg; og mynd Yared Zeleke, Lamb, sem er áhrifaríkt eþíópískt drama um hugaðan dreng af gyðingaættum, og gæludýr hans sem er kind.“

sigurður

Verðlaunaafhending í Cannes fer fram í dag kl. 17 að íslenskum tíma.

Lestu greinina í heild sinni hérna.