Hjartnæm heimildarmynd um Leðurblökustrákinn

FmeyEMUMiles Scott greindist með hvítblæði 18 mánaða gamall og hefur eytt mestum hluta ævi sinnar á sjúkrahúsum, en hans heitasti draumur var að feta í fótspor Leðurblökumannsins.

Árið 2013 stóðu samtökin Make-a-wish fyrir því að láta draum Miles rætast og settu á svið íburðarmikið leikrit á götum San Francisco þar sem Miles litli, í búningi Leðurblökumannsins, fékk drauma sína uppfyllta.

Á meðal þess sem Miles gerði á götum borgarinnar var að bjarga konu úr háska og setja Gátumanninn á bakvið lás og slá.

Nýlega var frumsýnd stikla úr heimildarmynd um þennan tiltekna atburð sem þúsundir manna tóku þátt í. Þar á meðal Barack Obama, Christian Bale og lögreglan í San Fransisco.

Hér að neðan má sjá stiklu úr þessari hjartnæmu heimildarmynd.

Stikk: